Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. október 2017 10:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fundað um framtíð Slaven Bilic í dag
Mynd: Getty Images
Eigendur West Ham og stjórnarmenn munu hittast í dag og ræða um framtíð knattspyrnustjórans Slaven Bilic.

West Ham hefur alls ekki byrjað tímabilið vel. Liðið er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átta stig að níu leikjum loknum.

Kaveh Solhekol‏ á Sky Sports segir frá því á Twitter í dag að fundað verði um framtíð Bilic í dag. Það er orðið heitt undir honum.

West Ham tapaði 3-0 gegn Brighton á heimavelli í gær.

Eftir leikinn sagði Bilic ekki hafa áhyggjur af starfi sínu, en Solhekol segir að æðstu menn West Ham hafi miklar áhyggjur.

Sjá einnig:
Bilic um stöðuna: Ég er raunsær
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner