Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. nóvember 2014 08:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Football Italia 
Varnarmaður Roma í heilaskurðaðgerð
Leandro Castan í leik með Roma.
Leandro Castan í leik með Roma.
Mynd: Getty Images
Roma hefur staðfest að varnarmaðurinn Leandro Castan muni gangast undir heilaskurðaðgerð í næsta mánuði.

Castan hefur ekkert komið við sögu hjá Roma síðan um miðjan september, en nýverið kom í ljós að óvenju mikið blóð er að safnast fyrir í heila. Getur það orsakað heilablóðfall með tilheyrandi hættu.

Lítið var gefið út um hvað hrjáði Casten og orðrómur sem fór af stað um að hann hefði greinst með krabbamein reyndist ekki á rökum reistur.

Castan, sem er 28 ára gamall, gekk í raðir Roma fyrir tveimur árum og hefur spilað 66 leiki fyrir félagið. Þá á hann að baki 2 landsleiki fyrir hönd Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner