Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   þri 21. nóvember 2017 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: Gefum norskum liðum ekki leikmenn
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Þetta var frábær sigur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 sigur Stjörnunnar á FH í Bose mótinu í kvöld.

„Þetta var flott, við áttum skilið að skora þetta mark. Ég er ánægður með vinnusemina og leikgleðina."

„Þetta var fínasti leikur, kannski ekki mikið um opin færi, við fengum færi. Þetta var ágætlega spilaður leikur, við lágum svolítið í vörn í fyrri hálfleik og áttum reyndar þrjú, fjögur góð upphlaup í fyrri hálfleik einnig. Síðan gerum við fullt af skiptingum og það eru ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistarflokki sem er ánægjulegt."

„Þetta er gott mót og gefur okkur helling," sagði svo Rúnar aðspurður út í Bose mótið sem er að hefjast.

Sandefjord í Noregi gerði tilboð í framherjann Hólmbert Aron Friðjónsson á dögunum. Rúnar Páll segir ekkert að frétta.

„Það er ekkert að frétta," sagði Rúnar. „Ég er að segja satt, við ætlum ekki gefa leikmenn frá okkur. Við erum á þeim stað sem félag að það er óþarfi að gefa norskum liðum okkar bestu leikmenn"

„Hólmert stóð sig feykivel og við stólum á hann sem leikmann. Ef við fáum sanngjarnt og gott tilboð í hann þá stöndum við ekki í vegi fyrir hann en við ætlum ekki að gefa hann."

En eru einhverjir nýir leikmenn á leið í Stjörnuna?

„Nei, ekki eins og staðan er núna. Við erum með frábæran leikmannahóp og ungir strákar að koma upp. Þeir þurfa glugga til að sanna sig," sagði Rúnar að lokum.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner