Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. desember 2016 13:43
Elvar Geir Magnússon
Halldór Orri í FH (Staðfest)
Halldór Orri Björnsson skrifar undir við hlið Jóns Rúnars Halldórssonar.
Halldór Orri Björnsson skrifar undir við hlið Jóns Rúnars Halldórssonar.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Sóknarleikmaðurinn Halldór Orri Björnsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Kaplakrikanum. Samningur Halldórs er til tveggja ára.

Halldór er 29 ára og hefur ekki leikið fyrir annað félag en Stjörnuna hér á landi, hann er með 74 mörk í 223 leikjum í deild og bikar.

Eins og greint var frá áðan þá rifti Stjarnan samningi sínum við Halldór Orra og fór í viðræður við hann um nýjan samning en samkomulag náðist ekki.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem FH fær til sín eftir að tíambilinu lauk en áður höfðu Guðmundur Karl Guðmundsson komið frá Fjölni, Veigar Páll Gunnarsson frá Stjörnunni og markvörðurinn Vignir Jóhannesson frá Selfossi.

Stuðningssveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, setti inn skilaboðin "Guð minn góður" á Twitter skömmu eftir að fréttir bárust af því að Halldór Orri væri á förum. Tveir gegnheilir Stjörnumenn hafa gengið í raðir FH-inga eftir tímabilið, Veigar og Halldór.

Viðtöl eru á leiðinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner