Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2017 15:55
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd í Frakklandi: Pogba og Zlatan byrja
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Bræður berjast. Florentin Pogba er í Saint-Etienne og Paul Pogba í United.
Bræður berjast. Florentin Pogba er í Saint-Etienne og Paul Pogba í United.
Mynd: Getty Images
Pogba bræðurnir mætast aftur núna klukkan 17 þegar Saint-Etienne fær Manchester United í heimsókn. Man Utd vann fyrri leikinn 3-0 og er í lykilstöðu.

Wayne Rooney hefur átt við meiðsli að stríða og er ekki með United. Ander Herrera tekur út leikbann og þá eru Luke Shaw, Matteo Darmian og Phil Jones utan hóps.

Leikið er á Stade Geoffroy-Guichard, vellinum þar sem Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra.

Markvörðurinn Sergio Romero er í byrjunarliði United í þriðja leiknum í röð. Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic byrja báðir eftir að hafa byrjað á bekknum í bikarleiknum gegn Blackburn um liðna helgi.

Byrjunarlið Manchester United: Romero, Young, Smalling, Bailly, Blind, Carrick (f), Pogba, Fellaini, Mata, Mkhitaryan, Zlatan.

(Varamenn: De Gea, Valencia, Rojo, Schweinsteiger, Lingard, Martial, Rashfor)

Leikir dagsins í Evrópudeildinni:
17:00 Fenerbache - Krasnodar (0-1)
17:00 Saint-Etienne - Manchester United (0-3) - Stöð 2 Sport
17:00 Schalke - PAOK Thessaloniki (3-0)



Athugasemdir
banner
banner