Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2017 21:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Jordi Alba: Enrique besti þjálfarinn fyrir Barcelona
Alba hefur mikla trú á Enrique
Alba hefur mikla trú á Enrique
Mynd: Getty Images
Jordi Alba, varnarmaður Barcelona stendur við bakið á þjálfara sínum, Luis Enrique og segir hann vera besta þjálfarann fyrir Barcelona.

Enrique hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni að undanförnu en liðið er svo gott sem dottið út úr Meistaradeildinni og þá er liðið einnig á eftir erkifjendum sínum Real Madrid í deildinni.

Samningur Enrique rennur út í sumar en Alba hefur mikla trú á þjálfara sínum.

„Hann er besti þjálfari sem Barcelona getur verið með í dag," sagði Alba.

Þá hefur Alba einnig trú á því að Barcelona komi til baka í síðari leiknum gegn PSG en frönsku meistararnir unnu 4-0 í fyrri leiknum.

„Endurkoma verður erfið en ef þeir geta skorað fjögur mörk, þá getum við það líka."
Athugasemdir
banner
banner
banner