Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. maí 2015 08:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
Viðræður Benitez við Real vel á veg komnar
Mynd: Getty Images
Allt þykir benda til þess að Rafael Benitez taki við Real Madrid í sumar af Carlo Ancelotti.

Ancelotti er sagður stýra sínum síðasta leik með Real um helgina þegar lokaumferð spænsku deildarinnar fer fram, en Real líkur tímabilinu titlalaust.

Benitez hefur stýrt Napoli undanfarin tímabil, en viðræður hans við Real er langt komnar þó að ekkert samkomulag sé í höfn samkvæmt spænskum fjölmiðlum. Samningur hans hjá ítalska liðinu rennur út í sumar.

Benitez hefur ekki starfað sem stjóri í heimalandinu síðan hann stýrði Valencia til ársins 2004. Tók hann síðan við Liverpool þar sem hann varð meðal annars Evrópumeistari.

Þá stýrði hann einnig Chelsea stóran hluta af tímabilinu 2012-13 og vann með liðinu Evrópudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner