Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. október 2014 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Liverpool steinlá á heimavelli
Frábær lokasprettur hjá Arsenal
Mario Balotelli gengur af velli eftir hræðilegan hálfleik.
Mario Balotelli gengur af velli eftir hræðilegan hálfleik.
Mynd: Getty Images
Podolski kom inná sem varamaður og skoraði sigurmark Arsenal í uppbótartíma.
Podolski kom inná sem varamaður og skoraði sigurmark Arsenal í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Pajtim Kasami.
Pajtim Kasami.
Mynd: Getty Images
Átta leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu þar sem Liverpool tapaði fyrir sterku liði Real Madrid á Anfield Road.

Cristiano Ronaldo og Karim Benzema sáu um markaskorunina á Anfield á meðan Ludogorets lagði Basel, sem þýðir að Liverpool er með þrjú stig eftir þrjár umferðir.

Sigur Real var afar sannfærandi og liðið gerði fljótlega út um leikinn. Ronaldo braut ísinn eftir frábæra sendingu frá James Rodriguez. Varnarleikurinn hjá Liverpool var alls ekki til útflutnings.

Real Madrid er með fullt hús, 9 stig, eftir þrjár umferðir. Ludogorets, Liverpool og Basel eru síðan öll með 3 stig í B-riðli.

Arsenal rétt lagði Anderlecht af velli í Belgíu þar sem Lukas Podolski var hetjan og Borussia Dortmund slátraði Galatasaray. Dortmund er með 9 stig, Arsenal 6 stig og Anderlecht og Galatasaray 1 hvort í D-riðli.

Atletico Madrid skoraði fimm gegn Malmö og Olympiakos lagði Juventus óvænt af velli. Atletico og Olympiakos eru með 6 stig en Juventus og Malmö 3 stig í A-riðlinum.

Bayer Leverkusen tók þrjú stig og er með 6 stig á toppi C-riðils, Monaco með 5 stig, Zenit með 4 stig og Benfica með 1 stig.

A-riðill:
Olympiakos 1 - 0 Juventus
1-0 Pajtim Kasami ('36)

Atletico Madrid 5 - 0 Malmö FF
1-0 Koke ('48)
2-0 Mario Mandzukic ('61)
3-0 Antoine Griezmann ('63)
4-0 Diego Godin ('88)
5-0 Alessio Cerci ('90 )

B-riðill:
Liverpool 0 - 3 Real Madrid
0-1 Cristiano Ronaldo ('23)
0-2 Karim Benzema ('30)
0-3 Karim Benzema ('41)

Ludogorets 1 - 0 Basel
1-0 Yordan Minev ('92)
Rautt spjald: Serey Die, Basel ('18)

C-riðill:
Bayer Leverkusen 2 - 0 Zenit
1-0 Giulio Donati ('58)
2-0 Kyriakos Papadopoulos ('63)
Rautt spjald: Wendell, Bayer Leverkusen ('79)

Monaco 0 - 0 Benfica
Rautt spjald: Lisandro Lopez, Benfica ('76)

D-riðill:
Galatasaray 0 - 4 Borussia Dortmund
0-1 Pierre-Emerick Aubameyang ('6)
0-2 Pierre-Emerick Aubameyang ('18)
0-3 Marco Reus ('41)
0-4 Adrian Ramos ('83)

Anderlecht 1 - 2 Arsenal
1-0 Andy Najar ('71)
1-1 Kieran Gibbs ('89)
1-2 Lukas Podolski ('91)
Athugasemdir
banner
banner
banner