Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. apríl 2017 16:17
Kristófer Kristjánsson
Bikarinn: Ingó Sig skaut Gróttu áfram
Ingólfur Sigurðsson skoraði fyrir Gróttu
Ingólfur Sigurðsson skoraði fyrir Gróttu
Mynd: Grótta
Steinar Logi Þórðarson skoraði fyrir Dalvík/Reyni
Steinar Logi Þórðarson skoraði fyrir Dalvík/Reyni
Mynd: Heimasíða Bergsøy
Dalvík/Reynir er komið áfram í næstu umferð
Dalvík/Reynir er komið áfram í næstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Átta leikir voru á dagskrá í Borgunarbikar karla klukkan 14:00 í dag og er þeim nú lokið.

Afturelding tók á móti Gróttu á Varmárvelli en eina mark leiksins skoraði Ingólfur Sigurðsson eftir um klukkutíma leik og Grótta því komið áfram í næstu umferð. Ingólfur fylgdi á eftir og skoraði eftir að Eiður Ívarsson varði vítaspyrnu hans.

3. deildarliðið Reynir Sandgerði vann afgerandi 7-1 sigur gegn Kórdrengjunum sem leika í 4. deild.

Það var svo markaveisla á Fellavelli er Höttur og Sindri mættust en bæði lið leika í 2. deild. Höttur náði að jafna metin eftir að hafa lent 1-3 undir en gestirnir komust yfir á nýjan leik, 3-4, áður en Höttur jafnaði aftur. Sindri skoraði svo sigurmarkið undir lok leiks og lokatölur 4-5.

Afríka vann Kóngana og mætir Þrótti Reykjavík í næstu umferð. Stokkseyri vann Kríu og mun mæta Leikni Reykjavík.

Dalvík/Reynir 4 - 0 Drangey
1-0 Steinar Logi Þórðarson, víti ('34)
2-0 Kristján Freyr Óðinsson ('37)
3-0 Kristján Freyr Óðinsson ('92)
4-0 Snorri Eldjárn Hauksson ('94)

Afturelding 0 - 1 Grótta
0-1 Ingólfur Sigurðsson ('57)

KH 1 - 0 Hvíti riddarinn
1-0 Sveinn Ingi Einarsson ('89)

Reynir S. 7 - 1 Kórdrengir
1-0 Óðinn Jóhannsson ('2)
2-0 Daníel Örn Baldvinsson ('22)
3-0 Devonte Daryll Delroy Small ('45)
3-1 Markaskorara vantar ('50)
4-1 Reynir Þór Valsson ('58)
5-1 Devonte Daryll Delroy Small ('60)
6-1 Reynir Þór Valsson ('66)
7-1 Devonte Daryll Delroy Small ('76)

Kóngarnir 1 - 3 Afríka
0-1 Mghar Idrissi Mustapa
1-1 Hjörtur Gunnarsson
1-2 Ronald Audre Olaguin Gonzalez
1-3 Amarildo Siveja

Stokkseyri 1 - 0 Kría
1-0 Þórhallur Aron Másson (víti)

Höttur 4 - 5 Sindri
0-1 sjálfsmark ('24)
1-1 Nenad Zivanovic (36)
1-2 markaskorara vantar ('38)
1-3 markaskorara vantar ('48)
2-3 Brynjar Árnason, víti ('51)
3-3 Brynjar Árnason ('57)
3-4 markaskorara vantar ('62)
4-4 Friðrik Ingi Þráinsson ('67)
4-5 markaskorara vantar ('88)

Vatnaliljur 2 - 1 Úlfarnir
1-0 Andri Stefán Bjarnason ('10)
2-0 Victor Páll Sigurðsson ('68)
2-1 Andri Þór Sólbergsson ('90)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner