Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. apríl 2014 13:15
Elvar Geir Magnússon
Tottenham hefur fengið stórefnilegan markvörð
Tommy Glover er talinn gríðarlegt efni.
Tommy Glover er talinn gríðarlegt efni.
Mynd: 101greatgoals
Tottenham hefur krækt í spennandi leikmann, hinn 16 ára Tommy Glover.

Um er að ræða ástralskan markvörð sem kemur frá Sutherland Sharks og er talinn mikið efni.

Tottenham hefur fylgst með Glover síðustu ár og hefur hann nokkrum sinnum æft með liðinu.

„Hann hefur allt til að verða frábær markvörður. Hann hefur lagt mikið á sig og er gríðarlega jarðbundinn. Hann er þegar orðinn 2 metrar á hæð og á framtíðina fyrir sér," segir markmannsþjálfari Sutherland.

Það er líklegt að við munum heyra nafn Tommy Glover oftar í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner