Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 24. júlí 2014 22:52
Jóhann Óli Eiðsson
Atli Jó: Hélt fyrst að hann hefði farið yfir
Atli Jóhannsson.
Atli Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það var smá yfirvinna í lokin. Ingvar var eitthvað slappur í markinu og við ákváðum að sleppa því að fara í vító," sagði Atli Jóhannsson leikmaður Stjörnunnar glaður í bragði eftir 3-2 sigur á Motherwell.

Atli skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti í slána og inn af 25 metra færi.

,,Svona seint í leiknum fer lítið í gegnum hugann nema koma sér í stöðu og svona. Það kom hlaup frá Pablo sem hljóp út og ég hljóp í hans stöðu. Það fylgir mér enginn og þá er ekkert annað að gera með vindi en að negla honum inn."

,,Ég hélt fyrst að hann hefði farið yfir. Síðan sá ég að Ólafur Karl Finsen brosti út að eyrum og þá var ekkert annað en að finna eitthvað fagn en það gekk frekar illa."

,,Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hversu stórt þetta lið er sem við vorum að slá út. Það er gríðarlega sterkt að koma þrisvar til baka eftir að hafa lent undir."

Stemningin hjá Silfurskeiðinni var mögnuð í stúkunni í Garðabænum í kvöld.

,,Algjörlega frábærir. Þegar menn lenda undir þá hætta menn oft að hvetja en það gerðist ekki. Þeir eiga hrós skilið. Þeir hjálpuðu okkur tvímælalaust að koma til baka," sagði Atli.

Stjarnan mun núna mæta pólska liðinu Lech Poznan í þriðju umferðinni.

,,Ég var búinn að bóka miða á þjóðhátíð en það mun breytast eitthvað. Þeir eru með svakalegan leikvang og þetta verður ævintýri."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner