Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. júlí 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Sörensen leggur hanskana á hilluna
Mynd: Getty Images
Danski markvörðurinn Thomas Sörensen hefur lagt hanskana á hilluna, 41 árs að aldri.

Sörensen lék á ferli sínum tæplega 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Sunderland, Aston Villa og Stoke.

Hann spilaði einnig 101 leik með danska landsliðinu.

Sörensen lauk ferli sínum með Melbourne City í Ástralíu en hann hefur hug á að búa þar áfram.

Sörensen kom til Englands árið 1998 þegar hann gekk í raðir Sunderland. Hann var síðan samfleytt í enska boltanum til 2015 þegar hann yfirgaf Stoke.
Athugasemdir
banner
banner
banner