Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 25. febrúar 2015 17:14
Magnús Már Einarsson
Víkingur Ólafsvík fær markvörð frá FH (Staðfest)
Kristján Pétur Þórarinsson.
Kristján Pétur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík hefur fengið markvörðinn Kristján Pétur Þórarinsson á láni frá FH.

Kristján Pétur er fæddur árið 1995 en hann gekk upp úr 2. flokki síðastliðið haust.

,,Hann er á láni út tímabilið en málin verða skoðuð að beggja hálfu eftir Lengjubikarinn," sagði Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings í samtali við Fótbolta.net í dag.

Arnar Darri Pétursson varði mark Víkings á síðasta tímabili en hann var í láni frá Stjörnunni.

Einar Hjörleifsson reif hanskana af hillunni um síðustu helgi þegar hann varði mark Ólafsvíkinga gegn Þrótti í Lengjubikarnum en Kristján Pétur er nú kominn með leikheimild.

Fyrsti leikur Kristjáns Péturs með Víkingi verður gegn FH í Lengjubikarnum á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner