Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. febrúar 2018 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Aðeins vítaspyrna rataði fram hjá Rúnari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AaB 1 - 1 Nordsjælland
0-1 Mathias Jensen ('4)
1-1 Jannik Pohl ('56, víti)
Rautt spjald: Mads Pedersen, Nordsjælland ('86)

Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki Nordsjælland er liðið gerði jafntefli í Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Nordsjælland náði forystunni strax á fjórðu mínútu þegar miðjumaðurinn Mathias Jensen skoraði.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina í Nordsjælland en snemma í seinni hálfleiknum fengu heimamenn í Álaborg vítaspyrnu sem rataði fram hjá Rúnari Alex í marki Nordsjælland, 1-1.

Ekki voru fleiri mörk skoruð eftir þetta en Rúnar Alex og félagar léku manni færri síðustu mínúturnar.

Nordsjælland er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, 10 stigum á eftir toppliði Midtjylland.
Athugasemdir
banner
banner