Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   fim 25. apríl 2013 12:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: ÍBV
Tekkland
David James verður í sviðsljósinu í sumar.
David James verður í sviðsljósinu í sumar.
Mynd: Jón Júlíus Karlsson - Víkurfréttir
Eiður Aron Sigurbjörnsson er kominn heim.
Eiður Aron Sigurbjörnsson er kominn heim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs er einn af lykilmönnum ÍBV.
Ian Jeffs er einn af lykilmönnum ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mawejje í baráttunni í fyrra.
Mawejje í baráttunni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gunnar Már Guðmundsson hefur verið öflugur á undirbúningstímabilinu.
Gunnar Már Guðmundsson hefur verið öflugur á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Eyjafréttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Eyjamenn endi í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 10 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. ÍBV fékk 56 stig í spánni.

Spámennirnir:
Ágúst Þór Gylfason, Elvar Geir Magnússon, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Henry Birgir Gunnarsson, Kristján Guðmundsson, Magnús Már Einarsson, Ólafur Jóhannesson, Víðir Sigurðsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ÍBV 56 stig
8. ÍA 55 stig
9. Fram 48 stig
10. Þór 27 stig
11. Keflavík 24 stig
12. Víkingur Ólafsvík 23 stig

Um liðið: Eyjamenn enduðu í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra en síðan hefur margt breyst. Margir lykilmenn hafa horfið á braut og Hermann Hreiðarsson fékk það verkefni í sínu fyrsta þjálfarastarfi að setja saman nánast nýtt lið. Til aðstoðar fékk hann David James sem einnig mun verja mark liðsins.

Hvað segir Kristján? Kristján Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Kristján þjálfaði lið Vals í fyrrasumar og sumarið 2011. Þar áður stýrði hann HB í Færeyjum árið 2010 auk þess sem hann þjálfaði Keflvíkinga við góðan orðstír. Hér að neðan má sjá álit Kristjáns.

Styrkleikar: Agaður og skipulagður varnarleikur sem gefur miðju- og sóknarmönnum rýmra leyfi til að sækja. Útgeislun og baráttuandi þjálfarans við vinnu sína að setja saman liðið. Heimavöllurinn sterkur og skilar mörgum stigum.

Veikleikar: Hversu langan tíma það mun taka óreynda þjálfara að búa til heilsteypt lið og aðlagast þjálfarastarfinu. Það á eftir að slípa saman sóknarleikinn og þá sérstaklega kantspilið. Spurning hver rífur sig í gang og verður “10 marka maðurinn”.

Lykilleikmenn: David James, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Ian David Jeffs.

Gaman að fylgjast með: Stemmningunni sem hefur fylgt ráðningu nýrra þjálfara og áhrifa vinnu þeirra á ÍBV liðið.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir:
Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona: ,,Sjöunda sætið er fræðilega séð kannski ekkert fráleit spá. Liðið hefur verið í toppbaráttu undanfarin ár en miklar breytingar hafa orðið og spurningarmerkin eru mörg. Eyjamenn munu sakna góðra manna sem eru horfnir á braut sárt eins og Gumma Tóta, Þórarins Inga og gulldrengsins Rasmusar Christiansen.,"

„Ég held að vörn og miðja séu í ágætum málum en liðið vantar öflugan framherja til að skora mörk. Það verður spennandi að sjá hvort hinum prúða Hermanni takist að sanna sig sem þjálfari, hvernig Eiður Aron kemur undan fríinu í Svíþjóð og hvort David James verði maður aldarinnar. Eitt er víst að það verður ekki lognmolla í kringum ÍBV frekar en fyrri daginn, komum fagnandi! ."

Völlurinn:
ÍBV leikur heimaleiki sína á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Síðasta sumar var vígð ný stúka. Völlurinn tekur um 3000 áhorfendur í heildina en þar af eru um 1000 í sæti.



Breytingar á liðinu:

Komnir:
David James frá Bournemouth
Davíð Þorleifsson frá KFS
Eiður Aron Sigurbjörnsson frá Örebro á láni
Gunnar Þorsteinsson frá Ipswich
Jón Gísli Ström frá ÍR
Ragnar Pétursson frá Hetti

Farnir:
Abel Dhaira til Tansaníu
Andri Ólafsson í KR
Christian Steen Olsen
Eyþór Helgi Birgisson í Víking Ó.
Guðmundur Þórarinsson í Sarpsborg 08
Rasmus Christiansen til Ull/Kisa
Tryggvi Guðmundsson í Fylki
Þórarinn Ingi Valdimarsson til Sarpsborg 08 á láni



Leikmenn ÍBV sumarið 2013:
1. David James
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Matt Nicholas Paul Garner
4. Gunnar Már Guðmundsson
6. Gunnar Þorsteinsson
7. Hermann Hreiðarsson
8. Yngvi Magnús Borgþórsson
10. Aaron Spear
11. Víðir Þorvarðarsson
12. Elías Fannar Stefnisson
13. Kjartan Guðjónsson
14. Ragnar Leósson
15. Tonny Mawejje
16. Jón Ingason
17. Ragnar Pétursson
18. Davíð Þorleifsson
19. Arnór Eyvar Ólafsson
20. Björn Axel Guðjónsson
21. Jón Gísli Ström
22. Gauti Þorvarðarson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Óskar Zoega Elías Óskarsson
25. Guðjón Orri Sigurjónsson
26. Bjarki Axelsson
27. Arnar Bragi Bergsson
28. Birkir Hlynsson
30. Ian David Jeffs



Leikir ÍBV 2013:
5. maí ÍBV - ÍA
12. maí ÍBV - Breiðablik
16. maí FH - ÍBV
20. maí ÍBV - KR
26. maí Víkingur Ó. - ÍBV
9. júní ÍBV - Fylkir
16. júní Valur - ÍBV
23. júní ÍBV - Fram
30. júní Stjarnan - ÍBV
14. júlí Þór - ÍBV
21. júlí ÍA - ÍBV
25. júlí ÍBV - Keflavík
28. júlí Breiðablik - ÍBV
7. ágúst ÍBV - FH
11. ágúst KR - ÍBV
19. ágúst ÍBV - Víkingur Ó.
25. ágúst - Fylkir - ÍBV
1. sept ÍBV - Valur
12. sept Fram - ÍBV
15. sept ÍBV - Stjarnan
22. sept Keflavík - ÍBV
28. sept ÍBV - Þór
Athugasemdir
banner
banner