Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
banner
   þri 23. apríl 2013 12:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net - 11. sæti: Keflavík
Tekkland
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflvíkingar endi í ellefta sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 10 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Keflavík fékk 24 stig í þessari spá.

Spámennirnir:
Ágúst Þór Gylfason, Elvar Geir Magnússon, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Henry Birgir Gunnarsson, Kristján Guðmundsson, Magnús Már Einarsson, Ólafur Jóhannesson, Víðir Sigurðsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11. Keflavík 24 stig
12. Víkingur Ólafsvík 23 stig

Um liðið: Keflvíkingar sigldu nokkuð lygnan sjó í Pepsi-deildinni í fyrra. Að lokum endaði liðið í níunda sæti deildarinnar með 27 stig, sex stigum frá falli. Zoran Daníel Ljubicic stýrir liðinu áfram í sumar en hann er á sínu öðru ári.

Hvað segir Kristján? Kristján Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Kristján þjálfaði lið Vals í fyrrasumar og sumarið 2011. Þar áður stýrði hann HB í Færeyjum árið 2010 auk þess sem hann þjálfaði Keflvíkinga við góðan orðstír. Hér að neðan má sjá álit Kristjáns.

Styrkleikar: Sóknarmenn sem geta með einstaklingsframtaki komið sjálfum sér og öðrum í færi og skorað mörk. Miðjumenn sem eru útsjónarsamir og skapa marga möguleika fyrir sóknarmennina. Eru með reynslumikla leikmenn í hópnum sem eiga að geta leyst úr málunum inni á vellinum og geta haft áhrif á sér yngri leikmenn.

Veikleikar: Töluverður óstöðugleiki og agaleysi hefur einkennt leiki liðsins. Varnarleikurinn hefur verið óagaður og á köflum slakur og liðið hefur þar af leiðandi fengið á sig alltof mörg mörk. Keflavík þarf að finna leið til að spila sem flesta leiki sem næst meðalgetu. Heimavöllurinn hefur gefið of fá stig undanfarin ár.

Lykilmenn: Ómar Jóhannsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason.

Gaman að fylgjast með: Hvaða leikmaður tekur við keflinu af Guðmundi Steinarssyni sem leiðtogi liðsins og markaskorari.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir:
Jóhann D. Bianco (Joey Drummer): ,,Mér þykir menn nú andskoti kaldir að setja mitt ástkæra lið í 11. og þar með fallsæti í sumar. Það hafa vissulega verið talsverðar breytingar á liðinu eins og hjá flestum liðum. Brotthvarf Gumma Steinars er eflaust eitthvað sem menn eru að taka inn í myndina, enda GS9 verið risastór partur af Keflavíkurliðinu og okkar sögu í fjöldamörg ár og verður forvitnilegt að sjá hverjir munu stíga upp í hans fjarveru í sumar og næstu árin. Sömuleiðis slæmt að missa nafna minn Jóa Ben sem og Hilmar Geir, en erum komnir með flotta gæja eins og Ray Anthony, Halldór Kristinn úr Val, Magga Matt aftur heim og Andra Fannar úr Njarðvík sem og erlenda peyja sem munu hjálpa okkur verulega í baráttunni í sumar."

,,Hlakka einnig til að sjá nýju kynslóðina okkar í peppinu í stúkunni í sumar, Puma Jr. mæta helferskir til leiks og taka við af okkur gömlu refunum. Ég blæs hressilega á þetta 11.sæti, og set okkur einhvers staðar þarna á milli 5-9 í góðum fíling."

Völlurinn:
Áhorfendaaðstaða við Keflavíkurvöll er í stúku öðrum megin við völlinn en þar eru 1100 sæti í heildina og gert ráð fyrir að með stæðum geti allt að 4000 áhorfendur verið á leik á vellinum.


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Andri Fannar Freysson frá Njarðvík
Fuad Gazibegoivc
Halldór Kristinn Halldórsson frá Val
Marjan Jugovic frá Serbíu
Ray Anthony Jónsson frá Grindavík
Magnús Þórir Matthíasson frá Fylki

Farnir:
Denis Selimovic
Guðmundur Steinarsson í Njarðvík
Hilmar Geir Eiðsson í Hauka
Jóhann Ragnar Benediktsson í Fjarðabyggð á láni
Rafn Markús Vilbergsson í Njarðvík


Leikmenn Keflavíkur sumarið 2013:
1. Ómar Jóhannsson
3. Ray Anthony Jónsson
4. Haraldur Freyr Guðmundsson
5. Andri Fannar Freysson
6. Einar Orri Einarsson
7. Jóhann Birnir Guðmundsson
8. Bojan Stefán Ljubicic
9. Arnór Ingvi Traustason
10. Hörður Sveinsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
12. Árni Freyr Ásgeirsson
13. Unnar
14. Halldór Kristinn Halldórsson
16. Marjan Jugovic
18. Theodór G Halldórsson
19. Ásgrímur Rúnarsson
20. Magnús Þórir Matthíasson
21. Bergsteinn Magnússon
22. Magnús Þór Magnússon
23. Sigurbergur Elísson
25. Frans Elvarsson
26. Grétar Atli Grétarsson
27. Fuad Gazibegovic
28. Elías Már Ómarsson
29. Ísak Örn Þórðarson


Leikir Keflavíkur 2013:
5. maí FH – Keflavík
12. maí Keflavík – KR
16.maí Víkingur Ó. – Keflavík
20. maí Keflavík – Fylkir
26. maí Valur – Keflavík
10. júní Keflavík – Fram
16. júní Stjarnan – Keflavík
24. júní ÍA – Keflavík
30. júní Keflavík – Þór
14. júlí Keflavík – Breiðablik
20. júlí Keflaví k – FH
25. júlí ÍBV – Keflavík
28.júlí KR – Keflavík
7. ágúst Keflavík – Víkingur Ó.
11. ágúst Fylkir – Keflavík
19. ágúst Keflavík – Valur
26. ágúst Fram – Keflavík
1. september Keflavík – Stjarnan
12. september Keflavík – ÍA
15. september Þór – Keflavík
22. september Keflavík – ÍBV
28. september Breiðablik – Keflavík
Athugasemdir
banner
banner
banner