Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 23. apríl 2013 09:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net - 12. sæti: Víkingur Ó.
Tekkland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar Víkings frá Ólafsvík endi í tólfta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 10 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Víkingur Ólafsvík fékk 23 stig í þessari spá.

Spámennirnir:
Ágúst Þór Gylfason, Elvar Geir Magnússon, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Henry Birgir Gunnarsson, Kristján Guðmundsson, Magnús Már Einarsson, Ólafur Jóhannesson, Víðir Sigurðsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. Víkingur Ólafsvík 23 stig

Um liðið: Víkingur frá Ólafsvík mun leika í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni í sumar. Ólafsvíkingar unnu 2. deildina árið 2010 og fóru sama ár í undanúrslit í bikarkeppninni. Liðið hefur fylgt þeim góða árangri eftir og 2. sætið í fyrstu deildinni skilaði sæti í Pepsi-deildinni. Ejub Purisevic stýrir Ólafsvíkingum líkt og undanfarin ár en hann tók við liðinu árið 2003.

Hvað segir Kristján? Kristján Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Kristján þjálfaði lið Vals í fyrrasumar og sumarið 2011. Þar áður stýrði hann HB í Færeyjum árið 2010 auk þess sem hann þjálfaði Keflvíkinga við góðan orðstír. Hér að neðan má sjá álit Kristjáns.

Styrkleikar: Skipulagður varnarleikur sem leikmenn sætta sig við að spila enda mikil samheldni hjá liðinu. Stöðugleiki sem skapast af svipuðum leikmannahóp undanfarin misseri og samu þjálfara í töluverðan tíma. Hávaxnir og sterkir leikmenn sem nýtast vel í föstum leikatriðum, koma inn í mótið í fantaformi. Heimavöllurinn á að geta nýst þeim vel og athyglivert verður að sjá umgjörð þeirra í kringum leiki í Pepsi-deildinni.

Veikleikar: Eru háðir því að skora fyrsta markið í leikjum því þeir geta átt erfitt með að koma tilbaka ef þeir lenda undir. Víkingur er það lið sem hefur notað fæsta leikmenn í Lengjubikar af Pepsídeildarliðunum og breiddin gæti komið þeim í koll ef leikmenn heltast úr lestinni er líður á mótið. Fleiri leikmenn en Guðmundur Steinn þurfa að skora mörkin.

Lykilmenn: Einar Hjörleifsson, Tomasz Luba, Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Gaman að fylgjast með: Hvernig liðinu muni ganga að halda einbeitingu og koma til baka eftir tapleiki. Það sker úr um hvernig liðinu gengur í sumar.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir:
Gunnar Sigurðarson, Gunnar á völlum: ,,Þessir sérfræðingar geta troðið þessari spá upp í vesenið á sér. Menn geta spáð eins mikið og þeir vilja en lofa skal mey að morgni. Þetta fer eftir fyrsta leiknum, ef við tökum Framarana þá geta öll félög farið að passa sig."

,,Sama hvernig fer, tólfta sætið eða fyrsta sæti, við getum sagt öllum að steinhalda kjafti því að við erum þarna og verðum þarna í sumar. Allt annað er frábær bónus. Þannig líður öllum stuðningsmönnum Víkings. Við munum kjöldraga öll lið, ef við gerum að ekki á vellinum þá munum við gera það syngjandi glaðir í hjartanu okkar og allir eru glaðir."


Völlurinn:
Þann 27. apríl mun Ólafsvíkurvöllur rúma 500 manns í sæti og 700 manns í stæði.


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Damir Muminovic frá Leikni R.
Eyþór Helgi Birgisson frá ÍBV
Farid Abdel Zato-Arouna frá HK
Kaspars Ikstens frá Lettlandi
Jernej Leskovar frá Slóveníu

Farnir:
Arnar Sveinn Geirsson í Val
Clark Keltie
Edin Beslija í Þór
Erdzan Beciri til Austurríkis
Helgi Óttarr Hafsteinsson í Leikni R.
Torfi Karl Ólafsson (Var í láni)


Leikmenn Víkings Ó. sumarið 2013:
1. Einar Hjörleifsson
4. Damir Muminovic
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. Guðmundur Magnússon
9. Kristinn Magnús Pétursson
10. Steinar Már Ragnarsson
11. Eyþór Helgi Birgisson
13. Emir Dokara
14. Ólafur Hlynur Illugason
15. Farid Abdel Zato Arouna
17. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
18. Alfreð Már Hjaltalín
19. Jernej Leskovar
20. Eldar Masic
21. Fannar Hilmarsson
22. Brynjar Kristmundsson
23. Domink Bajda
30. Kaspars Ikstens


Leikir Víkings Ó. 2013:
5. maí Víkingur Ó. - Fram
12. maí Stjarnan - Víkingur Ó.
16. maí Víkingur Ó. - Keflavík
20. maí Þór - Víkingur Ó.
26. maí Víkingur Ó. - ÍBV
10. júní Breiðablik - Víkingur Ó.
16. júní Víkingur Ó. - FH
23. júní KR - Víkingur Ó.
30. júní Víkingur Ó. - ÍA
3. júlí Víkingur Ó. - Fylkir
15. júlí Valur - Víkingur Ó.
22. júlí Fram - Víkingur Ó.
28. júlí Víkingur Ó. - Stjarnan
7. ágúst Keflavík - Víkingur Ó.
11. ágúst Víkingur Ó. - Þór
19. ágúst ÍBV - Víkingur Ó.
25. ágúst Víkingur Ó. - Breiðablik
1. september FH - Víkingur Ó.
12. september Víkingur Ó. - KR
15. september ÍA - Víkingur Ó.
22. september Fylkir - Víkingur Ó.
28. september Víkingur Ó. - Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner