Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. apríl 2013 12:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: Fram
Tekkland
Ólafur Örn Bjarnason er mættur í vörn Fram.
Ólafur Örn Bjarnason er mættur í vörn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Ingi Halldórsson fékk silfurskóinn í fyrra.
Kristinn Ingi Halldórsson fékk silfurskóinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Steven Lennon er alltaf hættulegur.
Steven Lennon er alltaf hættulegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Framarar endi í níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 10 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fram fékk 48 stig í spánni.

Spámennirnir:
Ágúst Þór Gylfason, Elvar Geir Magnússon, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Henry Birgir Gunnarsson, Kristján Guðmundsson, Magnús Már Einarsson, Ólafur Jóhannesson, Víðir Sigurðsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Fram 48 stig
10. Þór 27 stig
11. Keflavík 24 stig
12. Víkingur Ólafsvík 23 stig

Um liðið: Frömurum var spáð ljómandi góðu gengi á síðasta tímabili eftir gott undirbúningstímabil. Það fór á annan veg og liðið endaði sæti fyrir ofan fallsæti. Væntingarnar til liðsins eru ekki eins miklar núna en Þorvaldur Örlygsson þjálfar liðið eins og undanfarin ár.

Hvað segir Kristján? Kristján Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Kristján þjálfaði lið Vals í fyrrasumar og sumarið 2011. Þar áður stýrði hann HB í Færeyjum árið 2010 auk þess sem hann þjálfaði Keflvíkinga við góðan orðstír. Hér að neðan má sjá álit Kristjáns.

Styrkleikar: Hugmyndafræði þjálfarans sést vel á liðinu enda búinn að vera lengi við stjórvölinn. Vinnusamir leikmenn sem vita hvers ætlast er af þeim í liði sem erfitt er að leika gegn og brjóta á bak aftur. Eru með eina skemmtilegustu sóknarlínu deildarinnar,fljótir og tæknilega góðir leikmenn.

Veikleikar: Ný aftasta varnarlína er spurningarmerki en svo virðist sem ekki sé búið að manna allar þær leikstöður. Hafa lítið breikkað hópinn frá seinasta ári og eru það lið í Pepsi-deild sem hefur notað hvað fæsta leikmenn í leikjum sínum í vetur. Skortur á breidd getur valdið vandræðum þegar líður á mótið.

Lykilleikmenn: Ögmundur Kristinsson, Almarr Ormarsson, Steven Lennon

Gaman að fylgjast með: Snörpum sóknarleiknum þegar þeir ná sér á strik þar sem saman fer einstaklingsframtak og skemmtilegt samspil sóknarmannanna.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir:
Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu: „Það er ekki stíll Framara að enda í níunda sæti, frekar tíunda og bjarga sér í síðustu umferð. En þess fyrir utan held ég að við nennum ekki þessu fallbaráttugríni og verðum dökkleiti hestur þessa árs. Komum bakdyramegin að toppbaráttunni og laumum okkur óvænt í eitt af efstu sætunum með endaspretti sem hefst í maí í stað í ágúst samkvæmt hefð."

„Helst þyrfti Þorvaldur einhvern veginn að koma því inn í hausinn á mönnum að 10 stig hafi verið dregin af liðinu í upphafi móts og halda mönnum alfarið frá fjölmiðlum allt sumarið. Einfaldasta leiðin til þess ætti að vera að banna mönnum að fara á Facebook. Styrkur liðsins er klárlega vörn, miðja, sókn og markvarsla en veikleikin eru þessir sömu þættir ef einbeitingin er ekki í lagi"

Völlurinn:
Laugardalsvöllur, þjóðarleikvangurinn sjálfur, hýsir heimaleiki Fram. Austurstúka vallarins tekur 3.500 sæti en vesturstúka 6.300.


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Bjarni Hólm Aðalsteinsson frá Levanger
Halldór Arnarsson frá ÍR
Haukur Baldvinsson frá Breiðabliki
Helgi Sigurðsson frá Víkingi R.
Ólafur Örn Bjarnason frá Grindavík
Viktor Bjarki Arnarsson frá KR

Farnir:
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hættur
Hlynur Atli Magnússon í Þór
Kristján Hauksson í Fylki
Sam Tillen í FH
Stefán Birgir Jóhannesson í Leikni R.
Sveinbjörn Jónasson í Þrótt



Leikmenn Fram sumarið 2013:
1. Ögmundur Kristinsson
5. Kristinn Ingi Halldórsson
6. Halldór Hermann Jónsson
7. Daði Guðmundsson
8. Jón Gunnar Eysteinsson
9. Haukur Baldvinsson
10. Steven Lennon
11. Almarr Ormarsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson
14. Halldór Arnarsson
15. Samuel Hewson
16. Andri Freyr Sveinsson
17. Hólmbert Aron Friðjónsson
18. Aron Þórður Albertsson
19. Orri Gunnarsson
20. Alan Lowing
22. Ólafur Örn Bjarnason
23. Benedikt Októ Bjarnason
24. Helgi Sigurðsson
25. Jökull Steinn Ólafsson
26. Örvar Þór Sveinsson
28. Bjarni Hólm Aðalsteinsson
30. Denis Cardaklija



Leikir Fram 2013:
5. maí Víkingur Ó. - Fram
13. maí Fram - Fylkir
16. maí Valur - Fram
21. maí ÍA - Fram
27. maí Fram - Stjarnan
10. júní Keflavík - Fram
16. júní Fram - Þór
23. júní ÍBV - Fram
30. júní Fram - Breiðablik
3. júlí FH - Fram
14. júlí Fram - KR
22. júlí Fram - Víkingur Ó.
28. júlí Fylkir - Fram
7. ágúst Fram - Valur
11. ágúst Fram - ÍA
19. ágúst Stjarnan - Fram
26. ágúst Fram - Keflavík
1. september Þór - Fram
12. september Fram - ÍBV
15. september Breiðablik - Fram
22. september Fram - FH
28. september KR - Fram
Athugasemdir
banner
banner
banner