Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   fim 25. apríl 2013 09:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: ÍA
Tekkland
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Skagamenn endi í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 10 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. ÍA fékk 55 stig í spánni.

Spámennirnir:
Ágúst Þór Gylfason, Elvar Geir Magnússon, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Henry Birgir Gunnarsson, Kristján Guðmundsson, Magnús Már Einarsson, Ólafur Jóhannesson, Víðir Sigurðsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ÍA 55 stig
9. Fram 48 stig
10. Þór 27 stig
11. Keflavík 24 stig
12. Víkingur Ólafsvík 23 stig

Um liðið: Skagamenn komu upp í Pepsi-deildina á nýjan leik í fyrra eftir þriggja ára hlé. Liðið hóf mótið af krafti og var á toppnum um tíma. Í kjölfarið dalaði gengi ÍA og að lokum endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar.

Hvað segir Kristján? Kristján Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Kristján þjálfaði lið Vals í fyrrasumar og sumarið 2011. Þar áður stýrði hann HB í Færeyjum árið 2010 auk þess sem hann þjálfaði Keflvíkinga við góðan orðstír. Hér að neðan má sjá álit Kristjáns.

Styrkleikar: Varnarleikur liðsins sem er byggður á hávöxnu og sterku miðvarðarpari. Gríðarlega sterkir í föstum leikatriðum. Rík sigurhefð hjá félaginu og krafa um sigur í hverjum leik.

Veikleikar: Lið ÍA virðist verulega háð því að lykilleikmenn þeirra eigi góðan leik. Sóknarleikurinn þarfnast meiri fjölbreytileika og fleiri hugmynda. Fleiri leikmenn en Garðar Bergmann þurfa að skora mörkin.

Lykilleikmenn: Ármann Smári Björnsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Garðar Bergmann Gunnlaugsson.

Gaman að fylgjast með: Hvernig ÍA mun þróa sinn leik og taka næsta skref á öðru ári í Pepsi-deild en kröfurnar eru miklar á Skaganum.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir:
Gísli Gíslason, fyrrum bæjarstjóri: ,,Skagamenn gera sér væntingar um betri árangur en þetta. Kröfurnar eru alltaf miklar á skaganum en við vitum líka að það eru góð lið í deildinni. Okkar menn þurfa að stíga upp eina tröppu frá því í fyrra til að gera skagamenn sæmilega sátta. Við treystum því að spáin verði ekki þessi í lokin heldur að við verðum fyrir ofan miðju og ég tala nú ekki um góðan árangur í bikarnum."

,,Ég er mjög hóflega bjartsýnn. Ég er í hópi þeirra sem vilja halda væntingunum niðri og láta verkin tala. Ég hef samt trú á því að strákarnir eigi að geta betur en að vera í neðri hlutanum."


Völlurinn:
ÍA leikur heimaleiki sína á Akranesvelli þar sem er yfirbyggð stúka fyrir 718 manns. Þar eru einnig stór grasbrekka fyrir áhorfendur.


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Jan Mikael Berg frá Finnlandi
Maksims Rafalskis frá Lettlandi
Þórður Birgisson frá KF

Farnir:
Fjalar Örn Sigurðsson í Selfoss
Guðmundur Böðvar Guðjónsson í Fjölni
Jesper Jensen meiddur


Leikmenn ÍA sumarið 2013:
1. Páll Gísli Jónsson
2. Aron Ýmir Pétursson
3. Jan Mikel Berg
4. Kári Ársælsson
5. Gylfi Veigar Gylfason
6. Ármann Smári Björnsson
7. Maksims Rafalskis
8. Jóhannes Karl Guðjónsson
9. Garðar Bergmann Gunnlaugsson
10. Jón Vilhelm Ákason
11. Arnar Már Guðjónsson
12. Árni Snær Ólafsson
13. Guðjón Heiðar Sveinsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
15. Theodore Eugene Furness
16. Andri Adolphsson
17. Hallur Flosason
18. Eggert Kári Karlsson
19. Þórður Birgisson
20. Dean Edward Martin
21. Einar Logi Einarsson
22. Sindri Snæfells Kristinsson
23. Jón Björgvin Kristjánsson


Leikir ÍA 2013:
5. maí ÍBV - ÍA
13. maí ÍA - Valur
16. maí Breiðablik - ÍA
21. maí ÍA - Fram
26. maí FH - ÍA
9. júní ÍA - Stjarnan
16. júní KR - ÍA
24. júní ÍA - Keflavík
30. júní Víkingur Ó. - ÍA
3. júlí ÍA - Þór
15. júlí Fylkir - ÍA
21. júlí ÍA - ÍBV
28. júlí Valur - ÍA
7. ágúst Fram - ÍA
19. ágúst ÍA - FH
26. ágúst Stjarnan - ÍA
1. sept ÍA - KR
12. sept Keflavík - ÍA
15. sept ÍA - Víkingur Ó.
22. sept Þór - ÍA
28. sept ÍA - Fylkir
Athugasemdir
banner
banner