Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 24. apríl 2013 09:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net - 10. sæti: Þór
Tekkland
Þórsarar unnu fyrstu deildina í fyrra.
Þórsarar unnu fyrstu deildina í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Þórhallsson er kominn heim í þorpið.
Jóhann Þórhallsson er kominn heim í þorpið.
Mynd: Heimasíða Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Þórsarar endi í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 10 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Þór fékk 27 stig í spánni.

Spámennirnir:
Ágúst Þór Gylfason, Elvar Geir Magnússon, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Henry Birgir Gunnarsson, Kristján Guðmundsson, Magnús Már Einarsson, Ólafur Jóhannesson, Víðir Sigurðsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Þór 27 stig
11. Keflavík 24 stig
12. Víkingur Ólafsvík 23 stig

Um liðið: Þórsarar unnu fyrstu deildina af miklu öryggi í fyrra eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni árið 2011. Eftir að hafa óvænt komist í aðra umferð í Evrópudeildinni fór Þórsliðið í gang í júlí í fyrra og stanslaus sigurganga liðsins í fyrstu deildinni skilaði efsta sætinu og þar með sæti í Pepsi-deildinni á nýjan leik.

Hvað segir Kristján? Kristján Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Kristján þjálfaði lið Vals í fyrrasumar og sumarið 2011. Þar áður stýrði hann HB í Færeyjum árið 2010 auk þess sem hann þjálfaði Keflvíkinga við góðan orðstír. Hér að neðan má sjá álit Kristjáns.

Styrkleikar: Samhentur leikmannahópur sem þekkist mjög vel og hefur þróað með sér ákveðinn leikstíl sem hefur reynst árangursríkur. Stöðugleiki í umgjörð liðsins og traust á þjálfarateyminu. Sterkur heimavöllur sem mun skila mörgum stigum í hús. Mjölnismenn.

Veikleikar: Verulega mikill óstöðugleiki á milli leikja í Lengjubikar og ójafnvægi í liðinu. Varnarleikurinn götóttur og liðið hefur fengið á sig mörg mörk. Spurning hver á að vera þeirra “10 marka maður”?

Lykilleikmenn: Joshua Wicks, Orri Freyr Hjaltalín, Sveinn Elías Jónsson.

Gaman að fylgjast með: Hvort að Þórsarar hafi lært af tímabilinu 2011 og að tilraun þeirra með nýju leikmennina skili tilætluðum árangri.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir:
Haraldur Logi Hringsson, Flameboypro: ,,Þessi spá kemur okkur svo sem ekkert á óvart, en að sjálfsögðu stefnum við hærra. Við áttum gott tímabil í fyrra en það segir ekkert í efstu deild, við höfum verið að byggja liðið upp í vetur og höfum fengið til okkar athyglisverða leikmenn sem að gaman verður að fylgjast með. Erum með skemmtlega blöndu af ungum og reynsluboltum. Höfum fengið Andra, Örra og núna síðast Jóa Þórhalls, allt harðir Þórsarar aldir upp í þorpinu. Útlendingarnir okkar eru búnir að sýna að þeir eru reiðubúnir til að deyja fyrir klúbbinn."

,,Það er hrikalega góð stemming í liðinu og strákarnir hlakka mikið til að takast á við efstu deildina. Varðandi spánna þá horfum við kannski öðruvísi á þetta í dag heldur en 2011 og erum hungraðir í að sýna að það var bara bölvuð vitleysa að fara niður. Stuðningur fólks skiptir öllu máli og stefnan að gera Þórsvöllinn að sterkasta heimavelli landsins og skapa stemmingu í kringum liðið sem enginn sleppur við að taka eftir. Verðum að vera jafnari í leik okkar og þá tökum við þetta helvíti. #DFK"


Völlurinn:
Þórsvöllur tekur 984 í sæti en hann var tekinn í notkun árið 2009.


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Edin Beslija frá Víkingi Ólafsvík
Hlynur Atli Magnússon frá Fram
Jóhann Þórhallsson frá Fylki
Mark Tubæk frá BÍ/Bolungarvík

Farnir:



Leikmenn Þórs sumarið 2013:
1. Srdjan Rajkovic
2. Baldvin Ólafsson
3.Giuseppe Funicello
4. Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
7. Jóhann Þórhallson
8. Kristinn Þór Björnsson
9. Jóhann Helgi Hannesson
10 .Sveinn Elías Jónsson
11. Orri Freyr Hjaltalín
12. Edin Beslija
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Janez Vrenko
17. Halldór Orri Hjaltason
18. Jónas Sigurbergsson
19. Sigurður Marinó Kristjánsson
20. Rúnar Þórhallsson
21. Kristján Páll Hannesson
22. Ingólfur Árnason
23. Orri Sigurjónsson
24. Baldvin Rúnarsson
25. Hákon Hjartars
26. Bergvin Jóhannsson
27. Róbert Kristinsson
30. Mark Tubæk
31. Josh Wicks


Leikir Þórs 2013:
5. maí Breiðablik - Þór
12. maí Þór - FH
16. maí KR - Þór
20. maí Þór - Víkingur Ó.
26. maí Fylkir - Þór
9. júní Þór - Valur
16. júní Fram - Þór
23. júní Þór - Stjarnan
30. júní Keflavík - Þór
3. júlí ÍA - Þór
14. júlí Þór - ÍBV
21. júlí Þór - Breiðablik
28. júlí FH - Þór
7. ágúst Þór - KR
11. ágúst Víkingur Ó. - Þór
19. ágúst Þór - Fylkir
25. ágúst Valur - Þór
1. sept Þór - Fram
12. sept Stjarnan - Þór
15. sept Þór - Keflavík
22. sept Þór - ÍA
28. sept ÍBV - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner