Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. apríl 2017 09:15
Magnús Már Einarsson
Fullt af Man Utd slúðri
Powerade
Er Man Utd búið að semja við Griezmann?
Er Man Utd búið að semja við Griezmann?
Mynd: Getty Images
Zlatan er sagður á leið til Bandaríkjanna.
Zlatan er sagður á leið til Bandaríkjanna.
Mynd: Getty Images
Sturridge gæti hafa leikið sinn síðasta leik með Liverpool.
Sturridge gæti hafa leikið sinn síðasta leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Kjaftasögur af Manchester United eru í aðalhlutverki í slúðurpakka dagsins.



Zlatan Ibrahimovic (35) reiknar með að ferli sínum hjá Manchester United sé lokið. Svíinn ætlar að fara í MLS deildina þegar hann jafnar sig af krossbanda meiðslum sínum. (Daily Mirror)

Xavi, fyrrum miðjumaður Barcelona, segir að Pep Guardiola ætli að fá Dele Alli til Manchester City í sumar og gera hann að dýrasta leikmanni í heimi. (Sun)

Manchester City ætlar ekki að kaua Kylian Mbappe (18) framherja Monaco eftir að 110 milljóna punda verðmiði var settur á hann. (Times)

Jack Wilshere (25), miðjumaður Arsenal, er opinn fyrir því að fara til Kína á næsta tímabili. (Daily Star)

Framtíð Zinedine Zidane hjá Real Madrid gæti verið í hættu ef liðið vinnur ekki titil á tímabilinu. Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þjóðverja er líklegastur til að taka við af honum. (AS)

Marseille vill fá Olivier Giroud (30) frá Arsenal sem og þá Yohan Cabaye (31) og Steve Mandanda (32) frá Crystal Palace. (France Football)

Kyle Walker (26), hægri bakvörður Tottenham, ætlar að íhuga framtíð sína hjá félaginu eftir tímabilið. FC Bayern, Manchester United og Manchester City hafa áhuga. (Telegraph)

Daniel Sturridge (27) verður ekki meira með Liverpool út tímabilið vegna meiðsla á mjöðm. Hann gæti hafa spilað sinn síðasta leik með Liverpool. (Daily Express)

Manchester United hefur náð samkomulagi við Atletico Madrid um kaup á Antoine Griezmann (26) en hann er með riftunarákvæði í samningi sínum upp á 85 milljónir punda. (Manchester Evening News)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, gæti reynt að fá Alvaro Morata (24) frá sínu fyrrum félagi Real Madrid. (Don Balon)

Mourinho vill líka fá miðjumanninn Carlos Soler (20) frá Valencia en hann er falur fyrir 25 milljónir punda. (Daily Star)

Wilfried Zaha (24), kantmaður Crystal Palace, er kominn með 40 milljóna punda verðmiða á sig. (Times)

Bournemouth ætlar að bjóða samtals 25 milljónir punda í Asmir Begovic (29), markvörð Chelsea, og varnarmanninn Nathan Ake. (Daily Mirror)

Watford hefur áhuga á Steve Cook (26), varnarmanni Bournemouth. (Daily Mail)

Newcastle hefur blandað sér í baráttuna um Jay Rodriguez (27), framherja Southampton en WBA hefur líka áhuga. (Daily Mail)

Serge Aurier (24), hægri bakvörður PSG, er til í að hafna tilboði frá Barcelona til að fara til Manchester United. (Daily Express)

Liverpool ætlar ekki að fá þá Sead Kolasinac (23), Max Meyer (21) og Leon Goretzka (22) frá Schalke. Þetta segir Christian Heidel yfirmaður íþróttamála hjá þýska félaginu en hann vann með Jurgen Klopp hjá Mainz á sínum tíma. (RevierSport)

Tony Pulis, stjóri WBA, var í Portúgal á laugardaginn til að skoða William Carvalho (25), miðjumann Sporting Lisabon. (Telegraph)

Lyon ætlar að gera allt sem félagið getur til að halda framherjanum Alexandre Lacazette (25) en Liverpool og Arsenal hafa sýnt honum áhuga. (ESPN)

Real Madrid ætlar að áfrýja rauða spjaldinu sem Sergio Ramos fékk gegn Barcelona um helgina. (AS)
Athugasemdir
banner
banner