Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. júní 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Ray Wilkins í þjálfaralið Aston Villa
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur fengið Ray Wilkins í þjálfaralið sitt en þetta var tilkynnt í morgun.

Wilkins var aðstoðarmaður Carlo Ancelotti hjá Chelsea árið 2009 og árið 2013 var hann aðstoðarstjóri Fulham.

Hann mun nú vinna með Tim Sherwood stjóra Aston Villa og Kevin MacDonald aðstoðarstjóra liðsins.

Wilkins var sprækur leikmaður á sínum tíma en hann lék yfir 700 leiki á ferli sínum með félögum eins og Manchester United, AC Milan og PSG.
Athugasemdir
banner
banner