Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 26. júní 2015 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Fylkir stal sigrinum í lokin
Stuðningsmenn Fylkis voru glaðir í stúkunni í kvöld.
Stuðningsmenn Fylkis voru glaðir í stúkunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 1 - 0 Víkingur R
1-0 Ásgeir Örn Arnþórsson ('90)
Smelltu hér til að sjá skýrslu leiksins

Fylkir vann Víking R, 1-0 í eina leik kvöldsins í Pepsi-deild karla.

Markalaust var í hálfleik, þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið tækifæri til að skora.

Í seinni hálfleik tóku Víkingar stjórnina og voru mikið líklegri.

Það voru hins vegar Fylkismenn sem að skoruðu sigurmarkið, en þar var að verki Ásgeir Örn Arnþórsson eftir frábæra sendingu frá Alberti Brynjari Ingasyni.

Mjög mikilvægur sigur fyrir Fylkismenn sem að fara upp í sjötta sætið með 13 stig. Víkingur R situr áfram í níunda sæti með níu stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner