Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júní 2016 20:30
Magnús Már Einarsson
Nice
Englendingar hræddir við löngu innköstin hjá Íslandi
Icelandair
Aron með eitt af sínum frægu innköstum.
Aron með eitt af sínum frægu innköstum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henry Winter, íþróttafréttamaður hjá The Times, óttast löngu innköstin hjá Aroni Einari Gunnarssyni mest í leik íslenska liðsins.

Henry er ekki viss um að vörn Englendinga sé nægilega öflug til að ráða við innköstin.

Jón Daði Böðvarsson skoraði eftir langt innkast gegn Austurríki og Henry er smeykur fyrir morgundaginn.

„Löngu innköstin sem Ísland hefur eru alvöru vopn. Við sáum svipað hjá Stoke fyrir nokkrum árum," sagði Henry í viðtali við Fótbolta.net.

„England átti á árum áður sterka miðverði eins og Jack Charlton, Terry Butcher og John Terry, þeir elskuðu að fara upp í skallabolta. Cahill er ágætur en hann getur lent í vandræðum eins og gegn Cavani á síðasta á HM."

„Föst leiktariði gætu orðið vandamál hjá Englandi "


Sjá einnig:
Henry Winter: Heimsendir ef Ísland vinnur England

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner