
„Ef Ísland vinnur þá verður það mesta áfallið í sögu enska fótboltans," segir Henry Winter, blaðamaður hjá The Times, um leik Englands og Íslands í 16-liða úrslitum EM annað kvöld.
Henry hefur í áratugi verið einn virtasti íþróttafréttamaður Breta og hann lýsti yfir aðdáun sinni á íslenska landsliðinu í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku. Eftir viðtalið sagðist hann hlakka til að hitta Íslendinga aftur í Nice í 16-liða úrslitunum og sú spá hans rættist.
Íslenska liðið minnir á Grikki 2004
Henry hefur hrifist af íslenska liðinu og nefnir nokkur dæmi því til stuðnings.
Henry hefur í áratugi verið einn virtasti íþróttafréttamaður Breta og hann lýsti yfir aðdáun sinni á íslenska landsliðinu í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku. Eftir viðtalið sagðist hann hlakka til að hitta Íslendinga aftur í Nice í 16-liða úrslitunum og sú spá hans rættist.
Íslenska liðið minnir á Grikki 2004
Henry hefur hrifist af íslenska liðinu og nefnir nokkur dæmi því til stuðnings.
„Ísland minnir mig smá á Grikkland árið 2004. Grikkir voru með 1-2 tæknilegri betra leikmenn eins og Charisteas. Þeir voru alvöru lið með góða þjálfara og þið hafið góða þjálfara. Lagerback hefur aldrei tapað gegn Englandi."
„Ísland hefur margt sem England hefur ekki. Íslensku leikmennirnir virðast vaxa og verða betri þegar þeir fara í íslensku treyjuna á meðan ensku leikmennirnir séu með ensku þjóðina og alla pressuna á bakinu þegar þeir spila í treyjunni með ljónunum þremur á."
„Íslensku leikmennirnir virðast njóta sín og þú sérð samband þeirra við stuðningsmennina. Margir þeirra eiga ættingja eða nágranna í stúkunni. Einn af leikmönnum Íslands sagðist þekkja flesta í stúkunni. Þetta samband er ekki til staðar hjá leikmönnum og stuðningsmönunm Englands. England hefur betri og tæknilegri leikmenn en þið hafið mjög góðan markvörð og þetta verður mjög erfitt fyrir England."
Lykilatriði fyrir England að skora snemma
Henry vill meina að lykilatriði sé fyrir enska liðið að skora snemma í leiknum annað kvöld til að minnka pressuna.
„Ef það verður 0-0 eftir 20 mínútur þá gætu Englendingar orðið stressaðir. Þeir detta niður andlega ef þeir skora ekki snemma. Ég býst við að England fari áfram. Það verður heimsendir ef það gerist ekki," sagði Henry sem segir þó að ekkert sé ómögulegt.
„Það kemur mér ekkert á óvart hjá Englandi. Ég hef séð síðustu 260 leiki og allt getur gerst. Ef Ísland vinnur þá verður það mesta áfallið í sögu enska fótboltans. England er með svo mikil gæði í liðinu að fyrirsagnirnar yrðu eins og í Brexit. Ísland á samt möguleika og það kæmi mér ekki á óvart ef þetta fer í framlengingu," sagði Henry að lokum.
Athugasemdir