Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   sun 26. júní 2016 13:15
Magnús Már Einarsson
Nice
Henry Winter: Heimsendir ef Ísland vinnur England
Icelandair
Henry Winter.
Henry Winter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dele Alli verður í eldlínunni á morgun.
Dele Alli verður í eldlínunni á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef Ísland vinnur þá verður það mesta áfallið í sögu enska fótboltans," segir Henry Winter, blaðamaður hjá The Times, um leik Englands og Íslands í 16-liða úrslitum EM annað kvöld.

Henry hefur í áratugi verið einn virtasti íþróttafréttamaður Breta og hann lýsti yfir aðdáun sinni á íslenska landsliðinu í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku. Eftir viðtalið sagðist hann hlakka til að hitta Íslendinga aftur í Nice í 16-liða úrslitunum og sú spá hans rættist.

Íslenska liðið minnir á Grikki 2004
Henry hefur hrifist af íslenska liðinu og nefnir nokkur dæmi því til stuðnings.

„Ísland minnir mig smá á Grikkland árið 2004. Grikkir voru með 1-2 tæknilegri betra leikmenn eins og Charisteas. Þeir voru alvöru lið með góða þjálfara og þið hafið góða þjálfara. Lagerback hefur aldrei tapað gegn Englandi."

„Ísland hefur margt sem England hefur ekki. Íslensku leikmennirnir virðast vaxa og verða betri þegar þeir fara í íslensku treyjuna á meðan ensku leikmennirnir séu með ensku þjóðina og alla pressuna á bakinu þegar þeir spila í treyjunni með ljónunum þremur á."


„Íslensku leikmennirnir virðast njóta sín og þú sérð samband þeirra við stuðningsmennina. Margir þeirra eiga ættingja eða nágranna í stúkunni. Einn af leikmönnum Íslands sagðist þekkja flesta í stúkunni. Þetta samband er ekki til staðar hjá leikmönnum og stuðningsmönunm Englands. England hefur betri og tæknilegri leikmenn en þið hafið mjög góðan markvörð og þetta verður mjög erfitt fyrir England."

Lykilatriði fyrir England að skora snemma
Henry vill meina að lykilatriði sé fyrir enska liðið að skora snemma í leiknum annað kvöld til að minnka pressuna.

„Ef það verður 0-0 eftir 20 mínútur þá gætu Englendingar orðið stressaðir. Þeir detta niður andlega ef þeir skora ekki snemma. Ég býst við að England fari áfram. Það verður heimsendir ef það gerist ekki," sagði Henry sem segir þó að ekkert sé ómögulegt.

„Það kemur mér ekkert á óvart hjá Englandi. Ég hef séð síðustu 260 leiki og allt getur gerst. Ef Ísland vinnur þá verður það mesta áfallið í sögu enska fótboltans. England er með svo mikil gæði í liðinu að fyrirsagnirnar yrðu eins og í Brexit. Ísland á samt möguleika og það kæmi mér ekki á óvart ef þetta fer í framlengingu," sagði Henry að lokum.
Athugasemdir
banner
banner