Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. september 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Henry segir einn sóknarmann vera í heimsklassa á Englandi
Mynd: Getty Images
Í fyrsta sinn í langan tíma er mikið af stöðugum markaskorurum í ensku Úrvalsdeildinni.

Menn á borð við Harry Kane, Diego Costa og Romelu Lukaku hafa verið duglegir að skora undanfarin tímabil en goðsögnin Thierry Henry, sem starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur hjá Sky, segir aðeins einn sóknarmann vera í heimsklassa.

„Sá eini sem er í heimsklassa er Sergio Agüero. Hann hefur skorað og skorað, tímabil eftir tímabil og er ennþá að," sagði Henry í útsendingu Sky Sports.

„Hann hefur unnið deildina og stundum gleymist hann þegar verið er að tala um bestu og dýrustu framherjana.

„Lukaku er nýkominn til Man Utd og þarf að fóta sig í Meistaradeildinni og Kane hefur ekki gert mikið í Evrópu. Þá var Morata mikið á bekknum hjá Real eftir að hafa átt gott ár hjá Juve.

„Þetta eru leikmenn sem geta komist í heimsklassa í framtíðinni og við ættum að vera stoltir af því að hafa þá í deildinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner