Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 26. nóvember 2016 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Guardiola ætlar ekki að nota Yaya Toure í vörninni
Guardiola spjallar hér við Yaya Toure
Guardiola spjallar hér við Yaya Toure
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur útilokað það að nota miðjumanninn Yaya Toure í vörninni þrátt fyrir að meiðsli séu að hrjá fyrirliðann Vincent Kompany.

Toure kom inn í lið Manchester City um síðustu helgi og náði að sanna sig með því að skora tvö mörk í 2-1 útisigri á Crystal Palace í sínum fyrsta deildarleik undir stjórn Guardiola.

Fílbeinstrendingurinn er kannski fjölhæfur leikmaður, en Guardiola sagði frá því á blaðamannafundi í gær að hann ætlaði ekki að færa Yaya Toure aftar á völlinn.

„Yaya getur spilað margar stöður, en ég held að við séum með fleiri möguleika en hann í miðvarðarstöðurnar," sagði Guardiola á blaðamannafundinum.

„Yaya mun spila sem sókndjarfur leikmaður, hann mun ákveða síðustu sendinguna og hjálpa okkur að byggja upp spil á síðasta þriðjungnum."
Athugasemdir
banner
banner