Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 26. nóvember 2016 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: MEN 
Segja að Alaba vilji frekar fara til Arsenal en Man Utd
David Alaba
David Alaba
Mynd: Getty Images
Sagan segir að Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vilji fá David Alaba frá Bayern München þegar félagsskiptaglugginn í janúar, en samkvæmt Manchester Evening News vill Alaba frekar fara í annað lið í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi bakvörður Bayern er stuðningsmaður Arsenal og vill frekar fara þangað ef tækifæri gefst. Það er þó spurning hvort Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sé tilbúinn að borga það sem Bayern vill fá fyrir hann.

Hann er sagður metinn á 35 milljónir punda, en það félag sem vill kaupa Alaba þarf eflaust að borga nokkuð meira fyrir hann. Hann er á samningi hjá Bayern til 2021.

Eitt er ljóst, að United mun reyna að bæta við sig varnarmanni eða varnarmönnum í janúar. Alaba er eins og áður segir efstur á óskalistanum, en leikmenn eins og Virgil van Dijk og Aleksandar Dragovic hafa einnig verið oraðaðir við rauðu djöflana.
Athugasemdir
banner