Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. febrúar 2017 07:00
Stefnir Stefánsson
Gayle verður ekki með Newcastle í toppslagnum
Gayle er búinn að vera heitur
Gayle er búinn að vera heitur
Mynd: Getty Images
Dwight Gayle framherji Newcastle United mun ekki koma til með að spila gegn Brighton í toppslag Championship deildarinnar í kvöld. Rafa Benitez stjóri liðsins staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir leik.

Gayle er búinn að vera sjóðheitur fyrir Newcastle á tímabilinu en hann er þeirra markahæsti maður á tímabilinu en hann er búinn að skora 20 mörk í deildinni. Hann er þó búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri fyrr á tímabilinu en nú hafa meiðslin tekið sig upp á nýjan leik.

Benitez staðfesti að meiðslin væru ekki alvarleg en hann bætti við að Gayle yrði ekki orðinn klár fyrir leikinn. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur Newcastle situr í öðru sæti deildarinnar með 70 stig einu stigi á eftir Brighton sem er á toppi deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner