Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. mars 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Harry Kane: Draumur að rætast
Kane skoraði eftir 78 sekúndur í fyrsta landsleiknum.
Kane skoraði eftir 78 sekúndur í fyrsta landsleiknum.
Mynd: Getty Images
Draumatímabil Harry Kane hélt áfram í gær þegar framherjinn skoraði mark í sínum fyrsta landsleik fyrir England einungis andartökum eftir að hafa komið inn á.

Kane, sem hefur raðað inn mörkunum fyrir Tottenham á leiktíðinni, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark eftir einungis 78 sekúndur í sínum fyrsta landsleik. Hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri Englands gegn Litháen í undankeppni EM í gærkvöldi og gerði fjórða markið.

,,Þetta er draumur að rætast. Augljóslega var ég mjög spenntur yfir því að spila minn fyrsta landsleik. Að ná líka að skora er eitthvað sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill krakki," sagði Kane.

,,Þetta er einstakt kvöld, ég er stoltur og mun ekki gleyma þessu kvöldi í bráð. Liðið spilaði frábærlega og það er frábært að hafa tekið þrjú stig."

,,Ég vil bara halda áfram að spila fyrir England og skora mörk. Ég fékk bragðið af þessu og var að elska þetta."

Athugasemdir
banner
banner
banner