Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. apríl 2016 17:15
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 8. sæti
Jóhann Þórhallsson, leikmaður Völsungs.
Jóhann Þórhallsson, leikmaður Völsungs.
Mynd: Friðgeir Bergsteinsson
Mynd: Friðgeir Bergsteinsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ? 
2. ? 
3. ? 
4. ? 
5. ? 
6. ? 
7. ? 
8. Völsungur 100 stig
9. Sindri 81 stig
10. Njarðvík 70 stig
11. Ægir 60 stig
12. KF 45 stig

8. Völsungur  
Lokastaða í fyrra:
 2. sæti í 3. deild 

Þjálfarinn:  Páll Viðar Gíslason tók við Völsungi eftir að hafa hætt störfum hjá Þór haustið 2014. Páll Viðar skilaði Völsungi upp í 2. deild í fyrra, á sínu fyrsta ári sem þjálfari Húsvíkinga. Páll er ýmsu vanur í þjálfun eftir að hafa tvívegis stýrt Þórsurum upp í Pepsi-deildina og tvívegis fallið með liðinu. Þá skilaði Páll liði Þórs einu sinni alla leið í úrslit Borgunarbikarsins.

Styrkleikar:  Fótboltahefðin er rík á Húsavík og ungir og efnilegir leikmenn skila sér reglulega upp í meistaraflokk. Jóhann Þórhallsson var markahæstur í 3. deildinni í fyrra en þessi gamli refur gæti ásamt Bjarka Baldvinssyni sprengt upp varnir andstæðinganna í sumar. Engir leikmenn fóru úr hópnum í fyrra en þar eru 24 af 28 leikmönnum uppaldir Völsungar sem eru reynslunni ríkari eftir undanfarin ár.

Veikleikar: Tröppugangurinn hefur verið mikill milli deilda undanfarin ár og Húsvíkingar þurfa að ná stöðugleika á nýjan leik. Heimaleikirnir skiluðu færri stigum en útileikirnir í fyrra og gera þarf Húsavíkurvöll að meiri gryfju fyrir andstæðingana. Í fyrra byrjuðu Húsvíkingar illa og náðu einungis í sjö stig í fyrstu sjö leikjunum. Það má ekki endurtaka sig í ár.

Lykilmenn:  Bjarki Baldvinsson, Jóhann Þórhallsson, Olgeir Sigurgeirsson

Komnir:
Halldór Orri Hjaltason frá Þór
Olgeir Sigurgeirsson frá Breiðabliki
Steinþór Már Auðunsson frá Þór
Aron Kristófer Lárusson á láni frá Þór

Farnir:
Alexander Aron Hannesson í Reyni S.

Fyrstu leikir Völsungs
6. maí Völsungur - Magni
14. maí Sindri – Völsungur
21. maí Völsungur - Afturelding
Athugasemdir
banner
banner