Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 15:02
Aksentije Milisic
England: Tottenham nálægt því að koma til baka - Skelfilegt gengi Brighton heldur áfram
Arsenal vann.
Arsenal vann.
Mynd: Getty Images
De Zerbi í brasi.
De Zerbi í brasi.
Mynd: EPA
Kluivert.
Kluivert.
Mynd: Getty Images

Tottenham Hotspur og Arsenal áttust við í Norður-Lundúnarslagnum í dag en leikið var á Tottenham Hotspur Leikvangnum.


Tottenham byrjaði leikinn af krafti en það voru hins vegar gestirnir sem komust í forystu. Bukayo Saka tók þá hornspyrnu sem Daninn Pierre-Emile Hojbjerg skallaði klaufalega í sitt eigið net.

Tottenham hélt að það hefði jafnað leikinn stuttu síðar þegar Micky van de Ven skoraði en VAR skarst þá í leikinn og var Hollendingurinn dæmdur rangstaður. Mjög tæpur dómur svo ekki sé meira sagt. Þetta nýtti Arsenal sér og komst liðið í tveggja marka forystu eftir flotta sókn. Bukayo Saka tók þá færið sitt vel eftir frábæra sendingu frá Kai Havertz. Leikmenn Tottenham voru ekki sáttir en þeir vildu fá vítaspyrnu nokkrum sekúndum áður en Saka skoraði.

Arsenal var ekki á þeim buxunum að stoppa en Havertz stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Declan Rice og staðan því hvorki meira né minna en 0-3 í hálfleik. Tottenham liðið beit frá sér í síðari hálfleiknum.

David Raya, markvörður Arsenal, gerði hörmuleg mistök á 64. mínútu en hann senti þá boltann beint á Cristian Romero sem þakkaði fyrir sig og skoraði framhjá Spánverjanum í markinu. Þetta mark kveikti líf í Tottenham og náði liðið að minnka muninn enn frekar.

Son Heung-min skoraði þá af vítapunktinum en brotið hafði verið á Ben Davies. Tottenham þjarmaði að Arsenal í uppbótartímanum en tókst ekki að jafna metin og því risa sigur staðreynd hjá Arsenal. Liðið situr á toppnum með fjórum stigum meira heldur en Manchester City en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki til góða.

Þá hélt hörmulegt gengi Brighton áfram en liðið tapaði með þremur mörkum gegn engu á móti Bournemouth á útivelli þar sem Marco Senesi, Enes Unal og Justin Kluivert skoruðu mörkin.

Bournemouth 3 - 0 Brighton
1-0 Marcos Senesi ('13 )
2-0 Enes Unal ('52 )
3-0 Justin Kluivert ('87 )

Tottenham 2 - 3 Arsenal
0-1 Pierre-Emile Hojbjerg ('15 , sjálfsmark)
0-2 Bukayo Saka ('27 )
0-3 Kai Havertz ('38 )
1-3 Cristian Romero ('64 )
2-3 Son Heung-Min ('87 , víti)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
2 Man City 36 26 7 3 91 33 +58 85
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 36 19 6 11 71 59 +12 63
6 Newcastle 36 17 6 13 79 57 +22 57
7 Chelsea 36 16 9 11 73 61 +12 57
8 Man Utd 36 16 6 14 52 56 -4 54
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 36 12 12 12 54 58 -4 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner
banner