Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. apríl 2017 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belotti gæti hafnað 100 milljón evra tilboði
Belotti kann að skora mörk.
Belotti kann að skora mörk.
Mynd: Getty Images
Andrea Belotti, sóknarmaður Torino, verður væntanlega eftirsóttur í sumar. Samkvæmt sögusögnum Manchester United og Chelesa áhuga á að fá hann í sínar raðir, en hann gæti kostað allt að 100 milljónum evra. Forseti Torino vill halda honum.

Hann hefur skorað 27 mörk á tímabilinu og er einn heitasti framherji Evrópu um þessar mundir.

Áhugi frá liðum í ensku úrvalsdeildinni hefur verið að byggjast upp, en ljóst er að hann fer ekki ódýrt.

„Verður hann hjá Torino á næsta tímabili? Í sannleika sagt þá veit ég það ekki," sagði Urbaino Cairo, forseti Torino, við Corriere dello Sport.

„Hann er með riftunarverð í samningi sínum upp á 100 milljónir evra og lið í öðrum löndum geta keypt hann á það. Ef erlent lið freistist til þess að bjóða þannig upphæð, þá myndi ég leyfa honum að fara."

„Belotti gæti líka hafnað því að fara, en ef það gerist þá mun ég gera vel við hann og bæta samning hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner