Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 29. júní 2016 17:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
„Sumir Frakkar halda með Íslandi á sunnudag"
Icelandair
Grégoire Fleurot
Grégoire Fleurot
Mynd: Getty Images
Grégoire Fleurot er fréttamaður Le'equipe í Frakklandi er búinn að fylgjast vel með íslenska liðinu í gegnum allt EM.

Hann var mættur á blaðamannafund liðsins í dag og við hjá Fótbolta.net spjölluðum við hann um leikinn gegn Frökkum á sunnudaginn.

„Leikurinn verður mjög jafn, ég sagði það sama áður en Ísland mætti Englandi. Ísland tapar aldrei með mörgum mörkum þessa dagana. Ég held að liðið sem klárar færin sín betur vinni en Ísland hefur klárað þau færi sem þeir hafa fengið mjög vel. Þetta verður ekki léttur leikur fyrir Frakkland"

Eins og áður segir, hefur hann fylgst vel með gangi mála hjá íslenska liðinu og hefur hann mætt á hvern einasta leik hingað til.

„Þetta verður fyrsti leikurinn þar sem ég mun ekki styðja Ísland en ég er búinn að tengjast liðinu og þeir eru lið númer tvö hjá mér."

Hann segir franska liðið ekki vanmeta það íslenska.

„Það væri mjög heimskulegt að vanmeta íslenska liðið, meira að segja áður en mótið byrjaði þar sem þeir stóðu sig svo vel í undankeppninni þar sem þeir unnu stór lið en eftir leikinn við England væri kjánalegt að vanmeta þá og ég held Didier Deschamps, þjálfari liðsins er mjög alvarlegur og veit hvernig á að vinna fótboltaleiki, hann hefur gert það sem leikmaður og þjálfari og hann mun leggja mikla áherslu á að vanmeta ekki Ísland."

Við spurðum hann um pressuna á Frökkum í þessum leik og hver viðbrögðin væru ef Ísland myndi vinna. Hann bætir svo við að einhverjir Frakkar muni styðja Ísland í leiknum.

„Pressan verður rosaleg á Frakkland eins hún var á enska liðinu en hún verður jafnvel meiri á Frökkum þar sem þeir eru á heimavelli. Það gæti komið sér vel fyrir Ísland og eitt af því mikilvægasta hjá Frökkum í leiknum er að ráða við pressuna."

„Auðvitað verður fólk mjög vonsvikið en einhverjir Frakkar yrðu ánægir. Ísland er búið að eignast mikið af nýjum stuðningsmönnum í Frakklandi. Fólkið sem fylgist ekki svo mikið með fótbolta gæti haldið með Íslandi á sunnudag," sagði Fleurot.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner