Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. desember 2017 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Taarabt: Líður eins og ég sé endurfæddur
Taarabt hefur verið að leika í holunni og úti á kanti fyrir Genoa.
Taarabt hefur verið að leika í holunni og úti á kanti fyrir Genoa.
Mynd: Getty Images
Adel Taarabt var lánaður til Genoa fyrir ári síðan og er nýlega búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti.

Hæfileikar Taarabt hafa alltaf verið ótvíræðir en andlega hliðin aldrei nógu sterk.

Taarabt hefur alltaf átt í vandamálum, hvort sem það er með hegðun eða mataræði, þar til nýlega.

„Mér líður eins og ég sé endurfæddur. Ég er mikilvægur fyrir liðið mitt og ég nýt þess að spila fótbolta," sagði Taarabt við Premium Sport.

Taarabt er 28 ára gamall og hefur spilað fyrir Tottenham og Milan, en verið stærstan part ferilsins hjá QPR.

„Ég næ loksins að halda mér í formi. Það er ekki hægt að vera atvinnumaður án þess að vera tilbúinn líkamlega, góð tækni nægir ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner