Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júní 2016 14:39
Þorsteinn Haukur Harðarson
Juventus vill 100 milljónir evra fyrir Pogba
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt hafa áhuga á því að fá franska landsliðsmanninn Paul Pogba frá Juventus. Man. Utd gæti þurft að borga 100 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Pogba þekkir vel til hjá Manchester United en hann yfirgaf félagið árið 2012 og fór til Juventus á frjálsri sölu þar sem hann var óánægður með hvað hann fékk fá tækifæri undir stjórn Sir Alex Ferguson.

Jose Mourinho er tekinn við Manchester United og er hann sagður hafa mikinn áhuga á því að gera Pogba að lykilmanni á miðju félagsins.

Juventus er tregt til og herma heimildir að Man. Utd þurfi að bjóða 100 milljón evrur til þess að kaupa leikmanninn.

Paul Pogba er í franska landsliðinu sem mætir Íslandi á EM á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner