Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júní 2016 11:30
Arnar Geir Halldórsson
Simeone fær ekki að ræða við Argentínu
Diego Simeone
Diego Simeone
Mynd: Getty Images
Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, segir argentínska knattspyrnusambandið hafa verið í sambandi við sig með það fyrir augum að fá Diego Simeone til að taka við landsliðinu.

Talið er líklegt að leikurinn gegn Síle í úrslitum Copa America hafi verið síðasti leikur Argentínu undir stjórn Tata Martino.

Simeone hefur verið afar sigursæll með Atletico Madrid og er einn eftirsóttasti knattspyrnustjóri heimsins um þessar mundir en hann lék 106 landsleiki fyrir Argentínu á leikmannaferli sínum.

Cerezo segir ekki koma til greina að leyfa Simeone að ræða við argentínska knattspyrnusambandið.

,Þeir hringdu í mig og spurðu mig út í stöðuna á Simeone en ég gaf þeim hreinskilið svar og sagði nei," segir Cerezo.

Athugasemdir
banner
banner
banner