Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   mið 31. janúar 2024 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Málfríður og Sunneva til Danmerkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikmenn úr Bestu deild kvenna hafa fengið félagaskipti til Danmerkur á síðustu dögum. Það eru þær Málfríður Anna Eiríksdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir.

Málfríður hefur leikið allan sinn feril með Val. Hún er í námi í Danmörku og mun spila með B93 út tímabilið í Danmörku. Það kom fyrst fram á mbl.is.

„Það er mjög senni­legt að ég verði eitt­hvað með Val í sum­ar. Ég er ekki búin að skrifa und­ir samn­ing þannig að ég mun geta skipt aft­ur í sum­ar," sagði Málfríður í samtali við mbl.is í gær.

Málfríður bar fyrirliðabandið í lok síðasta tímabils eftir að Elísa Viðarsdóttir steig til hliðar þar sem Elísa á von á barni. B93 er í Kaup­manna­höfn og er sem stend­ur í ní­unda sæti af tólf liðum í dönsku B-deild­inni.

Fótbolti.net hafði samband við Sunnevu í dag og staðfesti hún að hún væri búin að skrifa undir hjá AGF. Hún hefur spilað með FH undanfarin þrjú ár.

Sunneva er 26 ára og var hún í skemmtilegu viðtali við Fótbolta.net síðasta sumar þegar hún var valin í A-landsliðið.

Kærasti hennar er í mastersnámi í Árósum og ákvað hún að flytja út til hans og spila með AGF út tímabilið.

AGF er í sjötta sæti efstu deildar og verður í efra umspilinu þegar deildin fer aftur af stað í mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner