Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   þri 11. júlí 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólýsanlegt og mikið þakklæti - „Móment sem ég mun seint gleyma"
Að fá þetta tækifæri er æðislegt
Að fá þetta tækifæri er æðislegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur
Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábær tilfinning, eiginlega ólýsanleg. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið kallið og að fá þetta tækifæri er æðislegt," sagði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Hún var á dögunum kölluð inn í landsliðshópinn þegar ljóst varð að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir gæti ekki spilað komandi vináttuleiki. Sunneva var valin í úrtakshóp leikmanna úr Bestu deildinni fyrir æfingar í nóvember en er nú í fyrsta sinn í landsliðshóp.

„Nei, í rauninni ekki. Ég er búin að standa mig mjög vel með FH í sumar, gæti náttúrulega ekki gert þetta án liðsfélagana minna - erum allar búnar að spila mjög góðan fótbolta og sýna að við erum hörkulið í FH. Þannig nei, þetta kom mér ekki á óvart."

„Ég var bara í vinnunni, að fá mér kaffi með vinnufélögum mínum. Svo hringdi Þorsteinn (Halldórsson landsliðsþjálfari) í mig, þetta var móment sem ég mun seint gleyma."

„Ég lét Birki (Pétursson) kærasta minn vita, svo voru það mamma og pabbi."


Verkefnið, vináttulandsleikur gegn Finnlandi á föstudag, leggst vel í Sunnevu. „Ég held að þetta verði hörkuleikur, erum kannski aðeins sigurstranglegri en bæði lið munu vilja vinna leikinn."

Hvernig var tilfinningin að hefja fyrstu landsliðsæfinguna í gær? „Hún var ólýsanleg, geggjaður hópur, skemmtilegur og þéttur hópur og þær eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur," sagði Sunneva.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hún er spurð út í liðsfélaga sinn sem einnig var valin í landsliðið, tímabil FH til þessa og út í sig sjálfa.
Athugasemdir
banner