Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 31. mars 2015 12:24
Magnús Már Einarsson
Liverpool ætlar ekki að selja Sterling
Mynd: Getty Images
Liverpool mun ekki selja Raheem Sterling í sumar þó að samningaviðræður hans við félagið gangi illa. Þetta segja heimildir ESPN.

Sterling er samningsbundinn til ársins 2017 en Liveprool vill gera nýjan samning við hann til ársins 2020.

Sterling fær 35 þúsund pund á viku núna hjá Liverpool en félagið er tilbúið að hækka það upp í 100 þúsund pund.

Sjálfur vill Sterling fá nálægt 150 þúsund pund í vikulaun og verða um leið einn launahæsti leikmaður Liverpool.

Sterling hefur sjálfur slegið frekari viðræðum um nýjan samning á frest fram á sumar en þrátt fyrir það er Liverpool ekki að íhuga sölu á leikmanninum.
Athugasemdir
banner
banner