Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
0
1
ÍA
0-1 Ólafur Valur Valdimarsson '77
15.05.2012  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Fallegt veður en kalt og napurt
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1542
Maður leiksins: Árni Snær Ólafsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Valdimarsson ('56)
Kristján Hauksson
4. Andri Þór Jónsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson ('80)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson

Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Hinrik Atli Smárason ('56)
4. Finnur Ólafsson ('80)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Oddur Ingi Guðmundsson

Gul spjöld:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('45)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Ólafur Ingi Guðmundsson
ÍA vann baráttusigur á Fylkismönnum
Fylkir og ÍA mættust í kvöld í fyrsta sinn í Árbænum síðan 2008 en leikurinn fór fram við kuldalegar aðstæður.

Skemmst er frá því að segja að fyrri hálfleikur var tíðindalítill ef frá eru talin nokkur hálffæri sem ÍA fékk snemma leiks og Fylkir átti nokkur sæmileg marktækifæri. Annars einkenndist hálfleikurinn af miðjuþófi og löngum boltum fram völlinn sem báðar varnir áttu ekki í erfiðleikum með að verjast.

Seinni hálfleikur hófst af meiri krafti og þar voru gestirnir með virkilega góða spretti en varnarmenn Fylkis náðu ávallt að bjarga á síðustu stundu. Eftir það var mikil barátta á vellinum sem hafði áhrif á gæði leiksins. Um miðjan hálfleikinn áttu Fylkismenn þó stórsókn en þá átti Tómas Þorsteinsson gott skot að marki ÍA en Árni Snær Ólafsson, sem stuttu áður hafði komið inn á í mark ÍA vegna meiðsla Páls Gísla Jónssonar, varði virkilega vel. Boltinn fór út í vítateig og þar náði Árni Freyr Guðnason til hans en Aron Ýmir Pétursson braut á Árna Freyr og vítaspyrna dæmd. Ingimundur Níels Óskarsson tók vítaspyrnuna en Árni Snær Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði stórglæsilega í markinu.

Eftir þetta datt tempóið frekar úr leiknum uns kom á 77. mínútu. Þá átti Andri Adolphsson skot að marki Fylkis en boltinn fer í varnarmann og hrekkur utarlega í vítateiginn. Þar er Ólafur Valur Valdimarsson einn og yfirgefinn og skorar með góðum skalla í fjærhornið yfir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Fylkis.

Fylkismenn voru ekki nálægt því að jafna metin eftir markið og því sigldu Skagamenn þremur stigum í hús í kvöld. Leikurinn var frekar tilþrifalítill en ÍA náði að skora markið sem skildi liðin að og það skilar þeim efsta sæti í Pepsí-deildinni eftir þrjár umferðir.
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson ('53)
Aron Ýmir Pétursson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('68)
32. Garðar Gunnlaugsson ('63)

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m) ('53)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('63)
17. Andri Adolphsson ('68)
19. Eggert Kári Karlsson
25. Andri Geir Alexandersson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kári Ársælsson ('67)
Aron Ýmir Pétursson ('48)

Rauð spjöld: