Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
KA
1
1
KR
0-1 Atli Sigurjónsson '3
0-1 Benoný Breki Andrésson '8 , misnotað víti
Guy Smit '73
Ásgeir Sigurgeirsson '77 1-1
05.05.2024  -  16:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 745
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson (KR)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
8. Harley Willard ('46)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('61)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('95)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('82)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason ('95)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('46)
14. Andri Fannar Stefánsson ('82)
18. Hákon Atli Aðalsteinsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('61)
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Harley Willard ('10)
Daníel Hafsteinsson ('25)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('45)
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('84)

Rauð spjöld:
@danielmagg77 Daníel Smári Magnússon
Skýrslan: Smit stal senunni á Greifavellinum
Hvað réði úrslitum?
Mögulega hefðu KR-ingar náð að halda út ef að Guy Smit hefði ekki fengið rautt spjald, en KA menn höfðu bankað nokkuð hressilega á dyrnar fyrir það. Jafntefli líklegast sanngjörn niðurstaða, þar sem að KR byrjaði talsvert betur en KA náði að svara í seinni hálfleik.
Bestu leikmenn
1. Atli Sigurjónsson (KR)
Var miðpunkturinn í flestu sem að KR gerði vel á boltanum. Skoraði glæsilegt mark líka.
2. Hans Viktor Guðmundsson (KA)
Það hefur margt neikvætt verið ritað og rætt um KA í upphafi móts, en Hans Viktor hefur komið virkilega vel inn í liðið og það var glæsileg fyrirgjöf hans á Ásgeir sem að bjó til jöfnunarmark heimamanna.
Atvikið
Rauða spjaldið á Guy Smit.
Hvað þýða úrslitin?
KA leitar enn að sínum fyrsta deildarsigri og sitja í 10. sæti með 2 stig eftir 5 umferðir. HK og Fylkir eru fyrir neðan þá, en eiga bæði eftir að spila. Í næsta umferð fara KA menn svo á Origo völlinn og mæta sínum gamla þjálfara, Arnari Grétarssyni og Valsmönnum. KR-ingar verma 6. sætið með 7 stig og fá botnlið HK í heimsókn í næstu umferð.
Vondur dagur
Mér fannst dómgæslan ekki góð í dag. Línan var skökk og frekar torskiljanleg. Gaf stundum spjald fyrir vissa tegund af broti, en sleppti því svo í næsta skipti - sérstaklega ef að viðkomandi leikmaður var á spjaldi. Twana Khalid Ahmed gerir sig svo sekan um að vera alltof fljótur á flautunni þegar að Ásgeir er tekinn niður af Guy Smit. Svo var seinna gula spjaldið á Smit í kjölfarið alveg stórfurðulegt atvik. Hollendingurinn hafði tekið sér drjúgan tíma í flestar aðgerðir fram að þessu og fengið aðvörun snemma í seinni hálfleiknum, en á þessu augnabliki virtist Twana hreinlega láta undan hópþrýstingi þegar hann gaf Smit seinna gula spjaldið.
Dómarinn - 2
Sjá "Vondur dagur".
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson ('69)
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
14. Ægir Jarl Jónasson
17. Luke Rae
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson ('75)
29. Aron Þórður Albertsson
30. Rúrik Gunnarsson ('63)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m) ('75)
5. Birgir Steinn Styrmisson
8. Moutaz Neffati ('63)
10. Kristján Flóki Finnbogason
15. Lúkas Magni Magnason
19. Eyþór Aron Wöhler ('69)
45. Hrafn Guðmundsson

Liðsstjórn:
Gregg Ryder (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Atli Sigurjónsson ('14)
Rúrik Gunnarsson ('24)
Guy Smit ('71)
Ægir Jarl Jónasson ('81)
Moutaz Neffati ('81)
Aron Kristófer Lárusson ('91)
Aron Þórður Albertsson ('92)

Rauð spjöld:
Guy Smit ('73)