

Mohammed bin Zayed leikvangurinn
Vináttulandsleikur



















Rúnar með flottan bolta fyrir og Jónatan leggur boltann út í teiginn. Þar er Óttar Magnús í algjöru dauðafæri en hann skóflar boltanum yfir markið.
Þarna átti hann að gera betur!

Úr Þorpinu, gerður að fyrirliða 23 ára, leiðir okkur á EM og HM à fyrsta sinn. Landsleikur númer 100 à dag, takk fyrir mig 🫡 pic.twitter.com/e7lA85lg9k
— Jason Orri Geirsson (@jasonorri) November 6, 2022
KSà getur þakkað fyrir að okkar besta fólk er með fókusinn á “nasÃsku†landsþingi og flóttamannakrÃsunni.
— Stefán Jóhannsson (@llcoolsteee) November 6, 2022
Þessi Al-Muwallad er greinilega mikið fífl þar sem hann reyndi að sparka í Dag Dan eftir að hann var stiginn út. Rúnar Þór kom og ýtti við Al-Muwallad eftir að hann reyndi að sparka í Dag og við það varð allt vitlaust.

Fyrirgjöf sem Hákon missir af. Valdimar fylgir ekki almennilega. Klaufalegt mark að fá á sig.
Hákon Rafn
Höskuldur - Damir - Róbert Orri - Rúnar Þór
Aron Einar
Jónatan - Dagur Dan - Ísak - Valdimar
Óttar Magnús


Fjórir Blikar fá sæti í byrjunarliðinu en það eru þeir Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Dagur Dan Þórhallsson og Ísak Snær Þorvaldsson.
Dagur Dan, Ísak Snær og Róbert Orri Þorkelsson eru allir að spila sinn fyrsta landsleik.
Þá er Rúnar Þór Sigurgeirsson einnig í liðinu en hann lék með Keflavík í sumar. Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði liðsins.
Byrjunarlið A karla gegn Sádi ArabÃu.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 6, 2022
Leikurinn hefst kl. 12:00 og er à beinni útsendingu á Viaplay.
Our starting lineup for the friendly against Saudi Arabia.#fyririsland pic.twitter.com/8X9I1Ndo18
Warming up in warm Abu Dhabi.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 6, 2022
🇸🇦⚽ï¸ðŸ‡®ðŸ‡¸ pic.twitter.com/2JDLeXjkgP
Players arriving at match stadium in Abu Dhabi. 🇸🇦⚽ï¸ðŸ‡®ðŸ‡¸ pic.twitter.com/RRgsCV1J4E
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 6, 2022
KSÍ hefur talað fyrir því að koma skilaboðum á framfæri. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, er með í för og mun hitta fulltrúa knattspyrnusambands Sádí-Arabíu í dag. Einnig ætlar KSÍ að funda síðar í mánuðinum í Katar.
"Þar ætlum við meðal annars að ræða um kvennaknattspyrnu og bjóða okkar stuðning. Við höfum einnig tekið málið upp á vettvangi UEFA, þá sérstaklega um jafnrétti og mikilvægi samtalsins. Við hyggjumst því halda samtalinu áfram með jafnrétti að leiðarljósi," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Sádí-Arabía er eitt versta land í heimi þegar kemur að mannréttindum og réttindum kvenna. Að Ísland sé að spila vináttulandsleik við þessa þjóð er í raun skammarlegt. KSÍ segist ætla að taka samtalið, en ég held að það sé óhætt að fullyrða að það muni ekki breyta miklu hvað varðar stjórnarhætti í Sádí-Arabíu.
Sádí-Arabía er að undirbúa sig fyrir HM en landsliðið notar einnig þennan leik fyrir hvítþvott í gegnum íþróttir. Hægt er að lesa meira um 'sportwashing' með því að smella hérna. Sádar eru að borga okkur til að hjálpa sér í þessu.

Stilltu upp lÃklegu byrjunarliði Ãslands gegn SádÃ-ArabÃu https://t.co/JkiASord4S
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) November 5, 2022
The boys. âš½ï¸ðŸ‡®ðŸ‡¸ pic.twitter.com/Fs6H1sXBKF
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 5, 2022
Fótboltinn fellur vægast sagt í skuggann á hvítþvættinum í dag. Það þarf ekki að fara í felur með það.
Þessi leikur fer fram fyrir utan landsleikjaglugga og er hópurinn svona:
Frederik Schram (m) - Valur - 5 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson (m) - IF Elfsborg - 2 leikir
Sindri Kristinn Ólafsson (m) - Keflavík
Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik
Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal
Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir
Júlíus Magnússon - Víkingur, 1 leikur
Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur
Logi Tómasson - Víkingur R.
Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur
Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir
Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik
Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik
Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
Daníel Hafsteinsson - KA
Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC
Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur
Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL
Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur
Danijel Dejan Djuric - Víkingur R.
Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk

Ísland og Sádi-Arabía hafa fimm sinnum áður mæst, fyrst árið 1984 og síðast árið 2002. Íslenska liðið hefur unnið einu sinni, tvisvar hafa liðin skilið jöfn og tvisvar hafa Sádar unnið sigur.
"Sádarnir eru með sterkt lið, hafa verið með besta liðið á þessu svæði síðustu áratugina og hafa reglulega komist í lokakeppni HM. Þeir eru með mjög flinka leikmenn, flestir að spila í Sádi-Arabíu," segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari við miðla KSÍ.
Sádi-Arabía tekur þátt í HM í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði. Liðið er með Argentínu, Mexíkó og Póllandi í riðli.
"Þeir eru að fara að æfa sitt upplegg fyrir HM, þeir vilja vera agaðir og spila lokaða leiki, eins og þeir gerðu gegn Bandaríkjunum fyrir stuttu síðan, svo spiluðu þeir á móti Vensúela, sem við þekkjum vel, þannig að þetta hafa verið lokaðir leikir og ekki mikið af færum."
Góður gluggi til að sýna sig
"Þessi leikur verður spennandi og verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn og það eru einmitt þannig verkefni sem við erum að leitast eftir. Þetta er frábær möguleiki fyrir okkar leikmenn, sem eru margir að koma beint úr Bestu deildinni, að sýna sig og sanna á þessu leveli," segir Arnar.
"Margir af okkar leikmönnum ef ekki allir, sem eru ekki atvinnumenn nú þegar, hafa áhuga á því að komast í atvinnumennsku, og þessir leikir geta verið góður gluggi fyrir þá."
"Þetta er alvöru verkefni og þó þetta sé vináttuleikur, þá erum við staðráðnir í að spila góðan leik og ná í úrslit. Ef við náum að sýna góða liðsframmistöðu, þá er alltaf möguleiki á einstaklingsframmistöðum hjá einhverjum leikmönnum, sem leiða þá til einhvers stærra og betra."
Sögusagnir eru um að KSÍ hafi fengið umtalsverðar fjárhæðir frá fótboltasambandi Sádi-Arabíu fyrir að taka þennan leik.
Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, staðfestir að Sádarnir greiði allan kostnað við leikinn og greiði að auki ákveðna upphæð í 'match fee' til KSÍ en sú upphæð sé trúnaðarmál.
Valtýr Björn Valtýrsson talaði um það í hlaðvarpsþætti sínum - Mín skoðun - að hann hefði heyrt að upphæðin sem KSÍ fái greitt fyrir að leika þennan leik sé allt að 100 milljónir króna.

Sjáðu svar Vöndu - Var ekki ferðafær þvàhún reif liðþófa https://t.co/6yjoAEuBSr
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) November 4, 2022
Sjá einnig:
Mikill meirihluti á móti vináttulandsleiknum gegn Sádí-Arabíu
Það hefur verið talsvert gagnrýnt að KSÍ hafi samþykkt að spila vináttuleik við Sáda í ljósi mikilla mannréttindabrota í landinu.
Síðastliðinn föstudag var ritaður pistill á Vísi þar sem farið var yfir það sem er í gangi í Sádí-Arabíu.
Sádi-Arabía er gjarnan á meðal þeirra landa sem taka flesta af lífi á ári hverju, ásamt Kína, Íran og Egyptalandi... Á meðal glæpa sem geta kallað á dauðarefsingu í landinu fyrir utan morð, landráð og hryðjuverk eru eiturlyfjasmygl, framhjáhald, samkynhneigð og fjölkynngi (e. witchcraft). Þremur mismunandi aðferðum er beitt til að taka fólk af lífi í ríkinu; fólk er hálshöggvið, stillt upp framan við aftökusveitir eða grýtt til dauða," skrifaði Valur Páll Eiríksson í pistli sínum.
Þá eru auðvitað ótaldar pyntingar sem fólki er beitt, heft tjáningarfrelsi og víðtæk mismunun gegn konum." Einnig er vert að benda á morðið á fjölmiðlamanninum Jamal Khashoggi sem hefur verið bendlað við stjórnvöld í Sádí-Arabíu.
Valur kemur einnig inn á það að Ísland sé fyrsta Norðurlandaþjóðin til að spila við Sádí-Arabíu síðan 2006, og erum við að gera það sjálfviljug. Um leið erum við að hjálpa þeim í hvítþvætti sínum í gegnum íþróttir.













