Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 03. nóvember 2022 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikill meirihluti á móti vináttulandsleiknum gegn Sádí-Arabíu
Íslenska landsliðið leikur á móti Sádí-Arabíu.
Íslenska landsliðið leikur á móti Sádí-Arabíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.
Fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mun á sunnudaginn 6. nóvember leika vináttulandsleik við Sádí-Arabíu í Dúbaí.

Þetta er mjög umdeildur vináttulandsleikur og er meirihluti lesenda Fótbolta.net á móti því að KSÍ skuli hafa samþykkt að leika þennan vináttuleik.

Könnun hefur verið á síðunni síðustu daga þar sem spurningin hefur verið: „Finnst þér í lagi að Ísland sé að taka vináttuleik við Sádi-Arabíu í ljósi mannréttindabrota Sáda?"

Svona er niðurstaðan eftir 3300 svör:



Sögusagnir eru um að KSÍ hafi fengið umtalsvert fjármagn til að taka þennan leik en Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafði lofað því að nýta leikinn til þess að koma skilaboðum á framfæri.

„Ég skil alveg spurningarnar. En við höfum trú á að samtalið og samræðan geti skilað ennþá meiri árangri. Að nota fótboltann sem verkfæri til félagslegra breytinga. Við ætlum að nýta tækifærið í haust til að koma alls konar skilaboðum á framfæri og ég trúi því að það hafi meiri áhrif og mikil áhrif," sagði Vanda í samtali við RÚV.

Hvernig ætlar KSÍ að koma einhverjum skilaboðum áleiðis fyrir þennan leik?

„Við erum til dæmis með konu sem formann, konu sem varaformann, konu sem framkvæmdastjóra. Við getum mætt og tekið í höndina á þeim. Ég get haldið ræður og sent út skilaboð, við getum verið með skilaboð á vellinum og það er ýmislegt sem við getum gert og ætlum okkur að gera."

Fótbolti.net hefur sent fyrirspurn á KSÍ þar sem spurt er að því hvað planið sé að gera til að koma skilaboðum á framfæri í tengslum við þennan umdeilda leik, eins og talað hefur verið um að skuli gera.

Sjá einnig:
Erum að hjálpa Sádí-Arabíu í hvítþvættinum - „Er ekki allt í lagi?"
Athugasemdir
banner