Í BEINNI
Sambandsdeild UEFA - deildarkeppni
Víkingur R.
17'
0
0
Djurgården
0
Fylkir
0
4
Stjarnan
0-1
Emil Atlason
'5
0-2
Emil Atlason
'36
Ólafur Kristófer Helgason
'72
, sjálfsmark
0-3
0-4
Joey Gibbs
'79
14.08.2023 - 19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Geggjaðar aðstæður. Sól, smá vindur og heiðskýrt
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1239
Maður leiksins: Emil Atlason
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Geggjaðar aðstæður. Sól, smá vindur og heiðskýrt
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1239
Maður leiksins: Emil Atlason
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
('77)
9. Pétur Bjarnason
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
('63)
17. Birkir Eyþórsson
('59)
18. Nikulás Val Gunnarsson
('59)
20. Sveinn Gísli Þorkelsson
24. Elís Rafn Björnsson
80. Ólafur Karl Finsen
Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Arnór Gauti Jónsson
('77)
10. Benedikt Daríus Garðarsson
('59)
16. Emil Ásmundsson
('59)
22. Ómar Björn Stefánsson
('63)
27. Arnór Breki Ásþórsson
Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson
Gul spjöld:
Birkir Eyþórsson ('56)
Emil Ásmundsson ('86)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sanngjörnum og algjörum yfirburðasigri Stjörnumanna. Viðtöl og umfjöllun innan skamms.
Takk fyrir í kvöld
Takk fyrir í kvöld
79. mín
MARK!
Joey Gibbs (Stjarnan)
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
MAAAAARKKKKK!!!
Þetta er rosalega auðvelt fyrir Stjörnuna!
Róbert Frosti með mjög góða sendingu á Joey Gibbs sem er fyrir framan vítateig Fylkis með tvo varnarmenn Fylkis fyrir framan sig, færir sig aðeins til hliðar og lætur boltann vaða fast eftir jörðinni í markhornið.
Game over.
Róbert Frosti með mjög góða sendingu á Joey Gibbs sem er fyrir framan vítateig Fylkis með tvo varnarmenn Fylkis fyrir framan sig, færir sig aðeins til hliðar og lætur boltann vaða fast eftir jörðinni í markhornið.
Game over.
72. mín
SJÁLFSMARK!
Ólafur Kristófer Helgason (Fylkir)
MAAAAARKKKKK!
SJÁLFSMARK!
Emil Atlason skallar boltanum í átt að marki, boltinn fer slánna og þaðan af Ólafi Kristófer og í netið og þar með er Emil ekki með þrjú mörk í dag, heldur skráist þetta sem sjálfsmark á Ólaf Kristófer.
Emil Atlason skallar boltanum í átt að marki, boltinn fer slánna og þaðan af Ólafi Kristófer og í netið og þar með er Emil ekki með þrjú mörk í dag, heldur skráist þetta sem sjálfsmark á Ólaf Kristófer.
70. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu við vítateigslínuna.
Benedikt tók spyrnuna og skotið var fast og Árni kýldi boltann í burtu.
Benedikt tók spyrnuna og skotið var fast og Árni kýldi boltann í burtu.
66. mín
Emil Ásmund með skot beint að marki úr aukaspyrnu. Spyrnan sjálf var góð en boltinn í raun beint á Árna Snæ.
64. mín
Voða lítið markvert að gerast eitthvað. Stjörnumenn virðast með völd á leiknum þótt Fylkismenn séu duglegri við að pressa á þá.
49. mín
Rúnar Páll hefur sagt eitthvað við sína menn
Fylkismenn eru að koma mun ákveðnari út í seinni hálfleikinn og pressa Stjörnumenn stíft þessar fyrstu mínútur.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Engar breytinga hjá hvorugu liðinu. Stjörnumenn byrja með boltann.
45. mín
Spottað í stúkunni
Á vafri mínu í stúkunni nú í hléinu sá ég þá Bjarka Gunnlaugsson umboðsmann og Þorvald Örlygsson yfirmann knattspyrnumála hjá Stjörnunni á spjalli. Spurning hvort sé verið að ræða einhverja díla?
Bjarki og Alfreð Finnboga á góðri stund.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og yfirburðir Stjörnunnar eru gríðarlegir.
Fáum okkur kaffi og með´ðí. Sjáumst eftir 15.mín eða svo.
Fáum okkur kaffi og með´ðí. Sjáumst eftir 15.mín eða svo.
41. mín
Þórður Gunnar!
með gott skot að marki Stjörnunnar en þar fyrir er Skagamaðurinn Árni Snær sem átti ekki í vandræðum með að verja það skot
36. mín
MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Helgi Fróði Ingason
Stoðsending: Helgi Fróði Ingason
MAAAARRRRKKKKK!!!
HELGI FRÓÐI f.t. EMIL ATLASON
Stjörnumenn fara í gegnum vörn Fylkis eins og heitur hnífur í gegnum smjör. Hilmar Árni sendir á Helga Fróða sem á frábæra fyrirgjöf inn í teig og Emil kemur á ferðinni og skallar boltann í markið.
Stjörnumenn fara í gegnum vörn Fylkis eins og heitur hnífur í gegnum smjör. Hilmar Árni sendir á Helga Fróða sem á frábæra fyrirgjöf inn í teig og Emil kemur á ferðinni og skallar boltann í markið.
35. mín
Fylkismenn að komast meira inn í leikinn
Hafa aðeins verið að pressa Stjörnuna núna síðustu mínútur án þess þó að ná að skapa stórhættu.
Annars er lítið að frétta af leiknum.
Annars er lítið að frétta af leiknum.
30. mín
Fyrsta skot Fylkis á markið
Á þrítugustu mínútu kemur fyrsta skot Fylkismanna á mark Stjörnunnar en skotið var ekki nógu gott og beint í fangið á Árna Snæ.
27. mín
Eggert Aron laggstur
Í annað skiptið á stuttum tíma leggst Eggert Aron niður og er að fá aðhlynningu frá sjúkraþjálfara á vellinum. Gengur svo út að hliðarlínu og virðist ætla að halda áfram í bili að minnsta kosti.
21. mín
Vel varið hjá Ólafi Kristófer
Hilmar Árni fékk góða sendingu frá Helga Fróða, mundaði skotfótinn við vítateigslínuna en Ólafur Kristófer var vel á verði.
18. mín
Voða lítið að frétta
Það er ekki mikið í gangi þessa stundina. Stjörnumenn virðast með tögl og haldir á leiknum og Fylkismenn eru að reyna að komast inn í hann en gengur erfiðlega.
10. mín
Stjörnumenn eiga þessar mínútur
Hafa byrjað miklu betur og eru að sækja og spila rosa hratt og Fylkismenn ráða lítið við þá. Fylkismenn eru ekki búnir að eiga sókn eða skot á mark Stjörnunnar það sem af er.
5. mín
MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
MAAAARRRRKKKKK!!
JESÚS MARÍA OG JÓSEF!
Við erum að tala um STÓRFENGLEGA sendingu sem Hilmar Árni á inn fyrir vörn Fylkis, mótttaka Emils Atla var upp a 10.5 og átti hann ekki í neinum vandræðum með að skora framhjá Ólafi í marki Fylkis.
Vá!
Við erum að tala um STÓRFENGLEGA sendingu sem Hilmar Árni á inn fyrir vörn Fylkis, mótttaka Emils Atla var upp a 10.5 og átti hann ekki í neinum vandræðum með að skora framhjá Ólafi í marki Fylkis.
Vá!
2. mín
Frábær sending
Gummi Kristjáns með frábæra sendingu inn fyrir vörn Fylkis beint í lappirnar á Adolf sem náði ekki nógu góðu skoti að marki Fylkis.
1. mín
Leikur hafinn
Fylkismenn byrja með boltann og spila í átt að Árbæjarlauginni og það þýðir að Stjörnumenn spila í átt að Grafarvoginum.
Spenna fyrir Helga Fróða hjá Stjörnunni
Það sem ég er lukkulegur með að @FCStjarnan sé loksins að starta Helga Fróða Ingasyni. Þessi strákur er baller!
— Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) August 14, 2023
Hawk attack er mættur í Árbæinn
Samkvæmt X-inu að minnsta kosti
Fylkir - Stjarnan 14.8.2023 pic.twitter.com/U1BUZsHJ8j
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) August 14, 2023
Fyrir leik
Hvet alla til þess að mæta á Wurth-völlinn
Það er hreinlega geggjað veður til þess að horfa á fótbolta. Heiðskýrt, sól og hlýtt úti.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin
Rúnar Páll gerir fjórar breytingar frá síðasta leik sem var jafntefli á móti Fram. Ásgeir Eyþórsson, Pétur Bjarna, Þórður Gunnar, Birkir Eyþórsson koma allir inn í byrjunarliðið. Unnar Steinn Ingvarsson, Arnór Gauti, Benedikt Daríus og Ómar Björn setjast allir á bekkinn.
Jökull Elísabetarson gerir tvær breytingar frá sigrinum á ÍBV. Eggert Aron Guðmundsson og Helgi Fróði Ingason koma í byrjunarliðið í stað Andra Adolphssonar og Róberts Frosta Þorkelssonar
Jökull Elísabetarson gerir tvær breytingar frá sigrinum á ÍBV. Eggert Aron Guðmundsson og Helgi Fróði Ingason koma í byrjunarliðið í stað Andra Adolphssonar og Róberts Frosta Þorkelssonar
Fyrir leik
Dómaratríóið
Málarameistarinn er sterkur á penslinum en ógnargóður með flautuna. Erlendur Eiríksson er konsertmeistari kvöldsins.
Honum til aðstoðar eru þeir Eðvarð Eðvarðsson sem AD1 og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage sem AD2. Eftirlitsmaður er svo Þórður Ingi Guðjónsson
Honum til aðstoðar eru þeir Eðvarð Eðvarðsson sem AD1 og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage sem AD2. Eftirlitsmaður er svo Þórður Ingi Guðjónsson
Fyrir leik
Síðasta umferð liðanna
Fylkismenn fóru í Dal draumanna í heimsókn til Fram og gerðu þar 1 - 1 jafntefli. Stjörnumenn gerðu sér hinsvegar far á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Spiluðu reyndar knattspyrnuleik þar og gerðu 0 - 2 sigur á Eyjamönnum.
Fyrir leik
Viðbót við fyrri sögustund
Snillingurinn Óskar Ófeigur á Vísi.is skrifaði grein í dag um þá staðreynd að Fylkismenn hafi ekki unnið Stjörnuna í efstu deild í yfir áratug. En síðasti sigur þeirra kom 7. ágúst 2013. Fyrri leikur liðanna í sumar endaði sem 2 - 2 jafntefli.
Liðin hafa spilað 29. innbyrðis leiki í efstu deild. Stjörnumenn hafa unnið 18 þeirra. Fylkismenn hafa unnið 5 og 6 sinnum hafa liðin gert jafntefli.
Liðin hafa spilað 29. innbyrðis leiki í efstu deild. Stjörnumenn hafa unnið 18 þeirra. Fylkismenn hafa unnið 5 og 6 sinnum hafa liðin gert jafntefli.
Fyrir leik
Nýr leikmaður Stjörnunnar, þó ekki með í dag
Eins og tilkynnt var í morgun að þá voru Stjörnumenn að styrkja lið sitt, en til liðs við þá gekk danski miðvörðurinn Kristian Riis.
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar sem og Kristian tjáðu sig í tilkynningu frá Stjörnunni um vistaskiptin. Leikheimild hans tekur gildi á morgun og er hann því ekki gjaldgengur í liði Stjörnunnar í kvöld
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar sem og Kristian tjáðu sig í tilkynningu frá Stjörnunni um vistaskiptin. Leikheimild hans tekur gildi á morgun og er hann því ekki gjaldgengur í liði Stjörnunnar í kvöld
Fyrir leik
Staðan
Fylkismenn eru að berjast í neðri hluta deildarinnar og eru með 17. stig. Tveimur sætum frá 11. sætinu með tveggja stiga forskot á Fram fyrir leikinn í dag, gætu aukið það í fimm stig með sigri í dag.
Stjörnumenn eru svo sannarlega á flugi og sitja í 6.sæti deildarinnar með 25.stig og gætu komist í 28.stig og náð fjórða sætinu af KR með sigri í dag. Stjörnumenn hafa ekki tapað leik í fimm leikjum í röð.
Stjörnumenn eru svo sannarlega á flugi og sitja í 6.sæti deildarinnar með 25.stig og gætu komist í 28.stig og náð fjórða sætinu af KR með sigri í dag. Stjörnumenn hafa ekki tapað leik í fimm leikjum í röð.
Fyrir leik
Smá sögustund
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis er eins og allir vita fyrrum þjálfari Stjörnunnar, þjálfaði þá lengi og gerði m.a. að Íslandsmeisturum. Í liði Fylkis er svo líka að sjálfsögðu Ólafur Karl Finsen sem er uppalinn Stjörnumaður og spilaði lengi með þeim.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
('77)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
('57)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
('57)
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
('77)
35. Helgi Fróði Ingason
('77)
Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
9. Daníel Laxdal
('77)
17. Andri Adolphsson
23. Joey Gibbs
('57)
80. Róbert Frosti Þorkelsson
('57)
Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Gul spjöld:
Jóhann Árni Gunnarsson ('67)
Joey Gibbs ('90)
Rauð spjöld: