Kristian Riis er genginn í raðir Stjörnunnar eins og frá var greint í morgun.
Riis er 26 ára og hefur leikið 23 leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom upp úr frægu unglingastarfi Midtjylland. Hann lék fyrstu átta leiki Lyngby á síðasta tímabili en meiddist svo illa á hné og gat ekki spilað meira á tímabilinu. Freyr Alexandersson þjálfar Lyngby.
Riis er 26 ára og hefur leikið 23 leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom upp úr frægu unglingastarfi Midtjylland. Hann lék fyrstu átta leiki Lyngby á síðasta tímabili en meiddist svo illa á hné og gat ekki spilað meira á tímabilinu. Freyr Alexandersson þjálfar Lyngby.
Stjarnan greindi frá því í kjölfarið að hann yrði í treyju númer 18. Í tilkynningu Stjörnunnar kemur fram að hann sé nú þegar byrjaður að æfa með liðinu. „Erum virkilega spennt fyrir komu Kristian og hlökkum til þess að vinna með honum!" segir í tilkynningunni.
Þjálfarinn Jökull Elísabetarson tjáði sig um komu Kristians. „Kristian er leiðtogi sem hefur sýnt þakklæti og auðmýkt og við teljum að hann hafi að geyma karakter sem getur hjálpað okkur að komast lengra sem lið. Hann er mikill liðsmaður og með aggressíft hugarfar. Hann er sterkur varnarmaður sem við hlökkum til að aðlaga að því sem við erum að gera," segir þjálfarinn.
Danski miðvörðurinn tjáði sig um skiptin til Stjörnunnar.
„Ég er mjög ánægður með að vera hér og spenntur að klæðast bláu treyjunni. Frá því ég heyrði fyrst af áhuga Stjörnunnar þá var ég glaður og viss um að við myndum passa vel saman. Fyrsta skiptið mitt hér hefur verið frábært og fólk í og í kringum félagið hefur hugsað vel um mig. Ég vil borga Stjörnunni til baka trúna sem félagið hefur á mér með því að leggja hart að mér og ég mun gera allt sem ég get til að félagið þróist í rétta átt," sagði leikmaðurinn.
Athugasemdir