TÆPT VAR ÞAÐ!
En hafðist! Heldur betur senur í þessum leik. Ekki annað hægt að segja en að þetta hafi þegar allt er talið úr pokanum verið sanngjarn sigur.
Meiðist þegar hann brýtur af sér
Motiejus Burba brýtur á Mikael Agli og meiðist í leiðinni. Ísland á aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá vinstri. Burba biður um skiptingu. Dómarinn kallar eftir börum.
HRIKALEGT! EKKI EÐLILEGA KLAUFALEGT!
Logi Hrafn að skýla boltanum, samskiptamistök milli hans og Lúkasar. Armandas Kucys kemst á milli, brotið á honum. Víti og rautt.
Litáar fá dauðafæri eftir skyndisókn!
Deividas Dovydaitis geysist fram, leikur á Hlyn Frey með gabbhreyfingu og er einn gegn markverði en skotið arfadapurt og beint á Lúkas! Sem betur fer!
Miðað við hversu mun betra íslenska liðið hefur verið þá vill maður fá fleiri opin færi. Í þessum skrifuðu orðum á Danijel Djuric skot sem Kiriejevas ver í horn.
Íslenskir yfirburðir
Ísland algjörlega með tögl og haldir. Litáar hafa varla komist yfir miðju hérna í seinni hálfleiknum. Vonandi ná okkar strákar að nýta þessa yfirburði til þess að skora fyrsta mark leiksins.
Skot naumlega framhjá!
Heimamenn tapa boltanum á hrikalega slæmum stað, Mikael Egill fær boltann og lætur vaða nokkuð fyrir utan teiginn. Nær fínu skoti sem fer nuaumlega framhjá.
Vó, misskilningur í vörn Íslands. Lúkas markvörður var kominn talsvert út en nær að koma hendi í boltann við vítateigsendann. Stuttu seinna eiga Litáar svo fína skottilraun en Lúkas vandanum vaxinn í markinu.
Litáar í hættulega skyndisókn eftir feilsendingu Andra Fannars. Gabrielius Micevicius með slaka fyrirgjöf og þetta rennur út í sandinn hjá heimamönnum.
Kristupas Kersys með skalla til baka, Hilmir Rafn nálægt því að ná að stela boltanum en á endanum nær Rimvydas Kiriejevas markvörður heimamanna að handsama knöttinn.
Ísland fær aukaspyrnu en það er hinsvegar Martynas Dziugas sem liggur eftir í baráttunni og þarf aðhlynningu. Braut á Eggerti Aroni og Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
Eggert Aron á Danijel sem á fyrirgjöf en leikmaður Litáa nær að koma boltanum frá. Ísland heldur aftur í sókn en Kristall Máni dæmdur brotlegur. Dæmd bakhrinding en þetta virkaði alls ekki mikið.
Mikael Egill með fyrirgjöf en bakvörður Litáen sat eftir í baráttunni, Mikael dæmdur brotlegur og heimamenn fá aukaspyrnu. Annars frekar tíðindalitlar þessar fyrstu mínútur.
Fjórar breytingar
Davíð Snorri Jónasson gerir fjórar breytingar frá síðasta leik.
Valgeir Valgeirsson, Danijel Dejan Djuric, Mikael Egill Ellertsson og Hilmir Rafn Mikaelsson koma inn í byrjunarliðið. Mikael Egill var í A-landsliðshópnum í síðasta mánuði.
Andri Lucas Guðjohnsen, Jakob Franz Pálsson og Ísak Andri Sigurgeirsson og Óskar Borgþórsson fara úr byrjunarliðinu. Andri Lucas var í A-landsliðshópnum.
???? Þetta mark hjá Andra Fannari Baldurssyni fyrir U21 karla gegn Tékklandi.
???? Sigurmark í uppbótartíma í þokkabót!
?? This injury time winner from Andri Fannar Baldursson for our U21 men's side against the Czech Republic in September!#fyririslandpic.twitter.com/1mCxMtjYfH
Tvær breytingar frá síðasta hóp
Það koma tveir nýir inn í hópinn frá því síðast. Benoný Breki Andrésson kemur inn í staðinn fyrir Andra Lucas Guðjohnsen sem var kallaður upp í A-landsliðið. Benoný hefur verið að spila frábærlega með KR í Bestu deildinni upp á síðkastið.
Þá kemur Mikael Egill Ellertsson einnig inn í hópinn eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið að þessu sinni.
Ísland 2 - 1 Tékkland 1-0 Andri Lucas Guðjohnsen ('44)
1-1 Christophe Kabongo ('87)
2-1 Andri Fannar Baldursson ('94)
Ísland hefur leikið einn leik í riðlinum, liðið tók á móti Tékklandi á Víkingsvelli og úr varð hörkuleikur. Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir en hann er ekki með U21 liðinu í þessu verkefni þar sem hann er með A-landsliðinu.
Tékkar jöfnuðu seint í leiknum en Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti í uppbótartíma.
U21 landslið Litáens og Íslands mætast í dag
Hér verður fylgst með leik Litáen og Íslands í I-riðli undankeppni EM U21 landsliða en Luis Teixeira frá Andorra flautar leikinn á klukkan 15 að íslenskum tíma.
Litáen hefur leikið tvo leiki til þessa, báða á heimavelli. Liðið tapaði 1-2 gegn Danmörku og 2-3 gegn Wales og er því enn án stiga.