Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 04. október 2023 10:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 hópurinn - Tveir koma nýir inn frá síðasta hóp
Benoný Breki Andrésson.
Benoný Breki Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill er í U21.
Mikael Egill er í U21.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sem mætir Litáen. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2024 og fer hann fram ytra 17. október.

Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum 2-1 þegar liðið mætti Tékklandi í september. Litháen hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa.

Það koma tveir nýir inn í hópinn frá því síðast. Benoný Breki Andrésson kemur inn í staðinn fyrir Andra Lucas Guðjohnsen sem var kallaður upp í A-landsliðið. Benoný hefur verið að spila frábærlega með KR í Bestu deildinni upp á síðkastið.

Þá kemur Mikael Egill Ellertsson einnig inn í hópinn eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið að þessu sinni.

Hópurinn
Lúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim
Adam Ingi Benediktsson - IFK Göteborg
Andri Fannar Baldursson - Elfsborg
Kristall Máni Ingason - SönderjyskE
Óli Valur Ómarsson - IK Sirius
Ólafur Guðmundsson - FH
Valgeir Valgeirsson - Örebro
Danijel Dejan Djuric - Víkingur R.
Ísak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping
Jakob Franz Pálsson - KR
Logi Hrafn Róbertsson - FH
Anton Logi Lúðvíksson - Breiðablik
Davíð Snær Jóhannsson - FH
Óskar Borgþórsson - Sogndal
Eggert Aron Guðmundsson - Stjarnan
Hlynur Freyr Karlsson - Valur
Hilmir Rafn Mikaelsson - Venezia
Mikael Egill Ellertsson - Venezia
Örvar Logi Örvarsson - Stjarnan
Benoný Breki Andrésson - KR
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner