Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 04. október 2023 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Fannar er mjög nálægt A-landsliðinu
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var á vellinum þegar íslenska U21 landsliðið vann 2-1 sigur gegn Tékklandi í síðasta mánuði.

Hann segir að samtalið á milli sín og Davíðs Snorra Jónassonar, þjálfara U21 landsliðsins, sé mjög virkt og það sé mjög mikilvægt. Hann segir að Davíð sé að vinna gott starf.

Andri Fannar Baldursson var besti maður vallarins í sigri U21 landsliðsins gegn Tékklandi en hann hefur verið að koma ferli sínum aftur vel af stað að undanförnu.

Hareide segir að Andri Fannar sé nálægt A-landsliðinu.

„Andri Fannar er nálægt hópnum," segir Hareide. „Hann hefur verið að spila reglulega með Elfsborg."

„Við spilum aðeins öðruvísi en U21 landsliðið. Ég hef verið að tala við Davíð um það og ég hef gefið honum skilaboð um það sem ég vil sjá frá Andra Fannari. Það er á milli mín, Davíðs og leikmannsins. Hann veit að það hann er nálægt hópnum."

„Hann æfði með okkur í júní og ég var mjög ánægður með hann þá. Hann veit það. Hann verður bara að halda áfram. Við verðum líka að hugsa út í það hvort það sé betra fyrir hann á þessari stundu að vera á bekknum í A-landsliðinu eða að spila með U21 gegn Litháen," sagði landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir
banner