Stjarnan
2
0
Fylkir
Ásgeir Eyþórsson
'77
Veigar Páll Gunnarsson
'78
1-0
Veigar Páll Gunnarsson
'86
2-0
02.05.2016 - 19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Napurt í stúkunni en allir með góða skapið
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 1.470
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Napurt í stúkunni en allir með góða skapið
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 1.470
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Guðjón Baldvinsson
('69)
8. Baldur Sigurðsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
('75)
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson
20. Eyjólfur Héðinsson
('69)
Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
8. Halldór Orri Björnsson
('75)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
17. Ólafur Karl Finsen
19. Jeppe Hansen
('69)
Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson
Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('74)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Verðskuldaður sigur hjá Stjörnunni þó fæðingin hafi verið erfið! Heilt yfir talsvert betra liðið í leiknum.
86. mín
MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Halldór Orri Björnsson
Stoðsending: Halldór Orri Björnsson
MAAAARK!!! Veigar klárar þetta! Með skot fyrir utan teig eftir sendingu frá öðrum varamanni! Gott skot hjá Veigari en ég set samt spurningamerki við Ólaf Íshólm í marki Fylkis.
79. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Út:Sito (Fylkir)
Stjörnumenn náðu að halda Sito vel í skefjum í kvöld!
78. mín
MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
SÁ SMURÐI BOLTANN!!! Frábær aukaspyrna frá Veigari Páli sem söng í netinu. Verðskulduð staða. Gríðarlegur fögnuður í Garðabænum.
Heldur betur erfitt hjá Fylki núna, tíu gegn ellefu.
Heldur betur erfitt hjá Fylki núna, tíu gegn ellefu.
77. mín
Rautt spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Ásgeir Eyþórsson rændi upplögðu marktækifæri!!! Braut á Ævari Inga sem var kominn á mikla siglingu og var að komast í stórhættulegt færi. Aukaspyrna á stórhættulegum stað sem Stjarnan fær... Veigar...
75. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Síðasta skipting Stjörnunnar.
75. mín
Vááá!!! Hélt að þessi væri inni. Sito með svakalega aukaspyrnu sem söng rétt framhjá samskeytunum.
69. mín
Inn:Jeppe Hansen (Stjarnan)
Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá Star.
69. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Eyjólfur sýnt skemmtileg tilþrif í kvöld. Rosaleg gæði í honum.
66. mín
Misskilingur milli Sveins markvarðar og Brynjars Gauta... heppnir að þeim var ekki refsað þarna!
63. mín
ROSALEGT FÆRI! Eyjólfur Héðinsson í heldur betur góðu færi en sá hitti boltann illa. Konfektsending sem Ævar Ingi átti á hann en skotið hátt yfir. Eyjólfur getur ekki leynt svekkelsi sínu.
54. mín
Ævar Ingi komst í mjög ákjósanlega stöðu úti hægra megin en sendingin frá honum ekki nægilega nákvæm. Átti að gera betur.
52. mín
Fylkismenn farnir að ógna meira! Sito með góða rispu en Grétar Sigfinnur komst fyrir skot hans.
50. mín
Þarna kom hætta frá Fylki! Emil Ásmunds vann boltann og gaf á Ingimund sem átti fyrirgjöf sem breytti um stefnu af Stjörnumanni og varð að skoti! Sveinn náði að verja.
48. mín
Stjörnumenn hefja seinni hálfleikinn eins og þeir kláruðu þann fyrri. Á því að sækja. Árbæingar eiga undir högg að sækja. Hitti einn góðan Fylkismann í hálfleiknum. "Vonandi endar þetta bara 0-0" sagði hann.
46. mín
Inn:Emil Ásmundsson (Fylkir)
Út:Styrmir Erlendsson (Fylkir)
Seinni hálfleikur hafinn í Garðabænum. Fylkir gerði breytingu í hálfleik. Hinn ungi Emil Ásmundsson sem var hjá Brighton mættur inn.
Hárrétt hjá Viktori...
Eyjólfur Héðinsson er ógeðslega góður í fótbolta. Allt í öllu hjá Stjörnunni. #fotboltinet #pepsi365
— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) May 2, 2016
45. mín
Heimamenn klárlega svekktir með að hafa ekki náð að skora í þessum fyrri hálfleik. Ekkert mark en fínasta skemmtun eftir rólega byrjun.
Skottilraunir í fyrri hálfleik:
Stjarnan 10-3 Fylkir
Skottilraunir í fyrri hálfleik:
Stjarnan 10-3 Fylkir
45. mín
Hálfleikur
Össs... hélt að við værum að fara að fá einn gullmola! Eyjólfur Héðinsson búinn að vera ansi líklegur og hann tók boltann á lofti en skotið rétt framhjá. Flautað til hálfleiks.
44. mín
FYLKIR BJARGAR Á LÍNU! Eyjólfur með skot eftir hornspyrnu sem Ásgeir Eyþórsson, miðvörður Fylkis, bjargaði á línu. Ætla heimamenn ekki að ná að skora fyrir hlé?
42. mín
Eyjólfur Héðinsson með skot í Fylkismann og rétt framhjá! Stjarnan miklu líklegri.
41. mín
Styrmir Erlendsson, leikmaður Fylkis, heppinn að fá ekki spjald. Kippti Baldri Sigurðssyni niður á miðjum vellinum.
40. mín
"Hemmi vinkaðu!" syngja stuðningsmenn Stjörnunnar í stúkunni. Hemmi Hreiðars þjálfari Fylkis meðal áhorfenda enda í banni. Hemmi lét menn syngja í talsverðan tíma áður en hann veifaði.
38. mín
Stjörnumenn hafa lokað mjög vel á Sito hingað til. Hann hefur ekkert náð að sýna og virðist vera að pirrast aðeins.
35. mín
STÖNGIN!!! HILMAR ÁRNI SKÝTUR Í STÖNGINA! Þetta var líklega hugsað sem sending inn á teiginn hjá Himma en endaði sem stórhættulegt skot í stöngina.
31. mín
Hilmar Árni með stórhættulega hornspyrnu sem Ólafur Íshólm náði með naumindum að kýla frá. Fylkismönnum gengur bölvanlega að halda boltanum þessa stundina og Stjarnan ræður ferðinni.
27. mín
Eyjólfur Héðinsson að komast í meiri takt við leikinn. Átti skot rétt yfir. Stjarnan líklegri.
25. mín
Hendi??? Boltinn virtist fara í hendina á Ásgeiri Berki innan teigs og Stjörnumenn kalla eftir víti. Ekkert dæmt hjá Valda Páls dómara. Garðbæingar áttu mjög flottan spilkafla í aðdragandanum. Er takturinn að finnast?
22. mín
"Fátt um fína drætti hingað til" segir Gummi Hilmars á Mogganum. Orð að sönnu. Alls ekki stórbrotinn upphafskafli.
20. mín
Það er standandi stemning á vellinum og ekki hægt að sitja í fréttamannastúkunni. Ég hef því gripið til símans til að textalýsa þessu.
14. mín
Vó! Stórhættuleg hornspyrna hjá Fylki. Sito með hornið og Tonci var í hörkufæri en skóflaði boltanum yfir markið! Þarna munaði ekki miklu.
8. mín
Sveinn Sigurður í marki Stjörnunnar ekki verið mjög sannfærandi á undirbúningstímabilinu. Spennandi að sjá hvernig þessi ungi markvörður stendur sig í kvöld.
6. mín
Hilmar Árni lét vaða fyrir utan teig rétt áðan en boltinn fór rétt yfir. Stjörnumenn hættulegri á upphafsmínútunum.
4. mín
Lið Fylkis:
Íshólm
Andri Þór - Tonci - Ásgeir - Tómas
Styrmir - Ásgeir Börkur
Sito
Ingimundur - Albert - Andrés
Íshólm
Andri Þór - Tonci - Ásgeir - Tómas
Styrmir - Ásgeir Börkur
Sito
Ingimundur - Albert - Andrés
3. mín
Lið Stjörnunnar:
Sveinn
Heiðar - Grétar - Brynjar - Hörður
Þorri - Eyjólfur - Baldur
Ævar Ingi - Guðjón - Hilmar
Sveinn
Heiðar - Grétar - Brynjar - Hörður
Þorri - Eyjólfur - Baldur
Ævar Ingi - Guðjón - Hilmar
2. mín
Andrés Már í fyrsta færi leiksins fyrir Fylkismenn en hann var aðþrengdur og boltinn hafnaði í höndum Sveins Sigurðar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Stjarnan sækir í átt að Hafnarfirði í fyrri hálfleik. Góóóóðaa skemmtun!
Allt reddí á Samsung #fotboltinet pic.twitter.com/rF8TWdNKSZ
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) May 2, 2016
Fyrir leik
Aðdáendaklúbbur Hilmars Árna er mættur alla leið úr Breiðholtinu. Þorbjörn Þór, formaður klúbbsins, sagði við mig rétt áðan að það væri bókuð stoðsending frá Hilmari í kvöld. Þorbjörn hefur ekki logið hingað til.
Ævar Ingi verður með "debut" goal fyrir Star lásuð það fyrst hér. Já Gary Martin skorar vs KR engar fréttir þar. #fotboltinet #pepsimörkin
— Sindri Már Stef (@sindrimarstef) May 2, 2016
Fyrir leik
Enginn Ragnar Bragi Sveinsson í liði Fylkis. Meiddur. Segir á Twitter að hann verði frá í viku í viðbót. Búinn að vera mjög öflugur á undirbúningstímabilinu. Missir.
Fyrir leik
Einn allra dyggasti stuðningsmaður Stjörnunnar, sjálfur Páló, er dansandi í stúkunni 25 mínútum fyrir leik. Það segir manni að það verði mikið stuð hérna í kvöld.
Fyrir leik
Í byrjunarliði Stjörnunnar eru fimm leikmenn sem félagið fékk fyrir þetta tímabil: Varnarmaðurinn Grétar Sigfinnur úr KR, Hilmar Árni sem var potturinn og pannann í sóknarleik Leiknis í fyrra, Ævar Ingi U21-landsliðsmaður sem kom frá KA, Eyjólfur Héðinsson sem er mættur úr atvinnumennsku í Danmörku og Baldur Sigurðsson sem er tekinn við bandinu.
Fyrir leik
Ég er persónulega gríðarlega spenntur að sjá Spánverjann Sito hjá Fylki, maður sem hélt ÍBV upp nánast einn síns liðs í fyrra. Nánast. Síógnandi leikmaður sem heimamenn þurfa að hafa ansi góðar gætur á.
Stjörnumenn settir á bekkinn á meðan aðrir eru settir inn. #fotboltinet
— Magnüs Haukur (@Maggihodd) May 2, 2016
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.
Breiddin hjá Stjörnunni kemur bersýnilega í ljós þegar horft er á varamenn dagsins. Daníel Laxdal, Veigar Páll Gunnarsson, Arnar Már Björgvinsson, Ólafur Karl Finsen, Jeppe Hansen og Halldór Orri Björnsson byrja allir á bekknum.
Sveinn Sigurður er í markinu en Duwayne Kerr sem fékk leikheimild á dögunum er ekki í hóp. Kemur til landsins á morgun samkvæmt mínum upplýsingum. Hilmar Árni Halldórsson, Ævar Ingi Jóhannesson og Eyjólfur Héðinsson eru allir í byrjunarliði
Albert Brynjar Ingason er í byrjunarliði Fylkis og leikur í fremstu víglínu að vanda. Hann hefur verið að glíma við meiðsli en er klár í slaginn.
Breiddin hjá Stjörnunni kemur bersýnilega í ljós þegar horft er á varamenn dagsins. Daníel Laxdal, Veigar Páll Gunnarsson, Arnar Már Björgvinsson, Ólafur Karl Finsen, Jeppe Hansen og Halldór Orri Björnsson byrja allir á bekknum.
Sveinn Sigurður er í markinu en Duwayne Kerr sem fékk leikheimild á dögunum er ekki í hóp. Kemur til landsins á morgun samkvæmt mínum upplýsingum. Hilmar Árni Halldórsson, Ævar Ingi Jóhannesson og Eyjólfur Héðinsson eru allir í byrjunarliði
Albert Brynjar Ingason er í byrjunarliði Fylkis og leikur í fremstu víglínu að vanda. Hann hefur verið að glíma við meiðsli en er klár í slaginn.
Fyrir leik
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar:
Það er mikill heiður að fá að leiða þetta lið því það eru margir flottir strákar í liðinu og margir sem gera tilkall til þess að vera fyrirliði. Ég mun gera mitt besta og vonandi skila þessu af mér sómasamlega. Ég reikna með Fylkismönnum brjáluðum og að áhorfendur fái mikið fyrir peninginn.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis:
Þetta eru allt erfiðir leikir. Sérstaklega á móti þessum stærri klúbbum. Þeir eru búnir að styrkja sig mikið. Þetta verður hörkuleikur.
Það er mikill heiður að fá að leiða þetta lið því það eru margir flottir strákar í liðinu og margir sem gera tilkall til þess að vera fyrirliði. Ég mun gera mitt besta og vonandi skila þessu af mér sómasamlega. Ég reikna með Fylkismönnum brjáluðum og að áhorfendur fái mikið fyrir peninginn.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis:
Þetta eru allt erfiðir leikir. Sérstaklega á móti þessum stærri klúbbum. Þeir eru búnir að styrkja sig mikið. Þetta verður hörkuleikur.
Fyrir leik
Hjá Fylkismönnum verður Hermann Hreiðarsson þjálfari í leikbanni. Manni hefur oft fundist Árbæingar sætta sig við miðjumoð en Hemmi reynir að berja öðrum hugsunum í sitt lið. Fylkir getur teflt fram sterku byrjunarliði og mikilvægt fyrir liðið að hefja mótið af krafti.
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá byrjunarlið Stjörnunnar þegar það verður opinberað klukkustund fyrir leik. Liðið hefur bætt við sig öflugum leikmönnum. Þar á meðal er Smalinn frá Mývatnssveit, Baldur Sigurðsson, sem orðinn er fyrirliðið. Það er gríðarleg samkeppni um sæti í liði Garðbæinga.
Fyrir leik
Freyr Alexandersson spáir jöfnum leik:
Fylkir er að spila skemmtilegan fótbolta. Ég sem þjálfari er mjög spenntur að sjá þróun liðsins en ég held að Hemmi (Hermann Hreiðarsson) geri einhverja leikmenn miklu betri, hann er bara þannig týpa. Albert Brynjar Ingason hefur verið meiddur og Hermann er í banni. Garðar Jóhannsson er spilandi aðstoðarþjálfari. Hver stýrir Fylki af bekknum í fyrsta leik, verður það Garðar? Þeir þurfa að spila Garðari ef Albert er ekki klár. Hvert er sterkasta lið Stjörnunnar? Ég hlakka mest til að sjá skýrsluna úr þessum leik og hverjir byrja hjá Stjörnunni. Við fáum Stjörnusigur í þessum leik, 1-0 ætla ég að giska á.
Fylkir er að spila skemmtilegan fótbolta. Ég sem þjálfari er mjög spenntur að sjá þróun liðsins en ég held að Hemmi (Hermann Hreiðarsson) geri einhverja leikmenn miklu betri, hann er bara þannig týpa. Albert Brynjar Ingason hefur verið meiddur og Hermann er í banni. Garðar Jóhannsson er spilandi aðstoðarþjálfari. Hver stýrir Fylki af bekknum í fyrsta leik, verður það Garðar? Þeir þurfa að spila Garðari ef Albert er ekki klár. Hvert er sterkasta lið Stjörnunnar? Ég hlakka mest til að sjá skýrsluna úr þessum leik og hverjir byrja hjá Stjörnunni. Við fáum Stjörnusigur í þessum leik, 1-0 ætla ég að giska á.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovnikovic
7. Ingimundur Níels Óskarsson
('65)
8. Sito
('79)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Tómas Þorsteinsson
18. Styrmir Erlendsson
('46)
Varamenn:
Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
11. Víðir Þorvarðarson
('65)
15. Garðar Jóhannsson
16. Emil Ásmundsson
('46)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson
('79)
Liðsstjórn:
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson
Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('61)
Rauð spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('77)